Select Page

Fréttir

Tilkynna ofbeldi
Tilkynna ofbeldi
Tilkynna ofbeldi
Tilkynna ofbeldi
Tilkynna ofbeldi

Iðkendur

Þjálfarar með FSÍ leyfi

Fimleikafélög

Fimleikagreinar

Icelandair logo
craft_logo
GK_logo

Fimleikafólk ársins 2022

Valgarð Reinhardsson

Fimleikakarl ársins

Fimleikakarla ársins 2023 er Valgarð Reinhardsson. Valgarð er okkar fremsti fjölþrautarkeppandi í áhaldafimleikum, hann er nú sjöfaldur Íslandsmeistari auk þess að vera margfaldur bikarmeistari með félagsliði sínu Gerplu.  

Valgarð var fastamaður í landsliði Íslands á árinu. Vann hann sér inn þátttökurétt á Heimsmeistaramótinu með frábærri frammistöðu á Evrópumótinu í vor. Valgarð keppti til úrslita í gólfæfingum á sterku heimsbikarmóti síðastliðið haust. Á Norður Evrópumótinu í Svíþjóð varð hann efstur íslenskra karla í fjölþraut ásamt því að vinna sér inn silfurverðlaun á tvíslánni með stórglæsilegri tvísláarséríu.  

Fimleikasamband Íslands óskar Valgarði Reinhardssyni innilega til hamingju með titilinn Fimleikakarl ársins 2023. 

Thelma Aðalsteinsdóttir

Fimleikakona ársins

Fimleikakona ársins 2023 er Thelma Aðalsteinsdóttir. Árangur Thelmu á árinu hefur verið stórglæsilegur þar sem hæst ber að nefna Norður Evrópumóts titill á tvíslá. Thelma er Íslandsmeitari í fjölþraut og á jafnvægisslá, auk þess að vera bikarmeistari með félagsliði sínu, Gerplu.  

Thelma var fastakona í landsliði Íslands á árinu. Vann hún sér inn þátttökurétt á Heimsmeistaramótinu með glæsilegri frammistöðu á Evrópumótinu í vor. Thelma keppti til úrslita á stökki á Heimsbikarmóti í Ungverjalandi í haust, þar sem hún hafnaði í 7. sæti. Á Norður Evrópumóti var Thelma meðlimur í landsliði Íslands sem hafnaði í 4. sæti en toppurinn á árinu er án efa gengi hennar á Tvíslá, þar sem hún tryggði sér Norður Evrópusmeistaratitilinn.  

Fimleikasamband Íslands óskar Thelmu Aðalsteinsdóttur innilega til hamingju með tilinn Fimleikakona ársins 2023.    

Kvennalandslið í áhaldafimleikum

Lið ársins – Kvennalandslið í áhaldafimleikum á Norður Evrópumóti

Lið ársins 2023 er kvennalandslið Íslands í áhaldafimleikum sem hafnaði í fjórða sæti á Norður Evrópumótinu í haust. Kvennalandsliðið var hársbreidd frá bronsverðlaunum, fjórar konur af fimm kepptu til úrslita á einstökum áhöldum. Lið íslands átti keppendur á öllum áhöldum í úrslitum.   

Liðið var blanda af reynslumiklum fimleikakonum og ungum og upprennandi stúlkum sem verður gaman að fylgjast með í framtíðinni. Mikil samheldni var í liðinu og var það áberandi hversu þéttur og hvetjandi hópurinn var. 

Fimleikasamband Íslands óskar kvennalandsliðinu til hamingju með titilinn Lið ársins 2023