Fréttir

 • Gerrit Beltman gestaþjálfari á landsliðshelgi
  Gerrit Beltman gestaþjálfari á landsliðshelgi Um síðustu helgi fór fram æfingahelgi fyrir úrvalshóp kvenna í áhaldafimleikum. Hildur Ketilsdóttir landsliðsþjálfari fékk Gerrit Beltman gestaþjálfara til að koma og stýra helginni með henni. Æfingarnar fóru fram í nýjum og glæsilegum fimleikasal Gróttu á Seltjarnarnesinu og þakkar FSÍ kærlega fyrir afnot af salnum. Það styttist í næstu verkefni…
 • Félagaskiptagluggi er opinn til og með 15. september
  Félagaskiptagluggi er opinn til og með 15. september Við viljum minna á að félagaskiptaglugginn er opinn og verður það til og með 15. september. Hér má finna slóð á reglur um félagaskipti. Hér má finna eyðublað sem þarf að fylla út og skila inn við félagaskipti.
 • Miðasala á NM í hópfimleikum hefst 15. ágúst
  Miðasala á NM í hópfimleikum hefst 15. ágúst Miðasala á NM í hópfimleikum hefst fimmtudaginn 15. ágúst. Mótið fer fram í Drammen í Noregi en Drammen staðsett um klukkustund fyrir utan Osló. Ísland sendir fjögur lið til keppni. Tvö kvennalið, eitt karlalið og eitt blandað lið. En þau koma öll frá Gerplu og Stjörnunni. Hægt er að nálgast…
Fleiri Fréttir ...

Tilkynningar

 • Laus staða hjá Fimleikadeild Keflavíkur
  Fimleikadeild Keflavíkur óskar eftir að ráða fimleikaþjálfara frá og með ágúst 2019. Nánari upplýsingar má sjá í auglýsingunni hér fyrir neðan.
  Written on Miðvikudagur, 14 Ágúst 2019 11:37
 • Endurmenntun fyrir íþróttakennara
  Föstudaginn 16. ágúst stendur Fimleikasambandið fyrir endurmenntunarnámskeiði fyrir íþróttakennara. Á þessu þriggja tíma námskeiði verður farið í helstu grunnþætti þjálfunar í fimleikum. Nánari upplýsingar eru í auglýsingunni hér fyrir neðan. 
  Written on Föstudagur, 09 Ágúst 2019 15:45
 • Dagsetningar móta fyrir tímabilið 2019 - 2020
  Hér í viðhengi má sjá dagsetningar allra fimleikamóta fyrir tímabilið 2019 - 2020. Staðsetning móta mun birtast síðar.
  Written on Miðvikudagur, 07 Ágúst 2019 16:36
 • Námskeiðin í september
  Hér fyrir neðan má sjá auglýsingar fyrir öll námskeiðin í september. Opið er fyrir skráningu í þjónustugátt FSÍ.
  Written on Mánudagur, 08 Júlí 2019 09:38
 • Laus staða hópfimleikaþjálfara hjá ÍA
  ÍA auglýsir eftir hópfimleikaþjálfara í 50-100% stöðu. Sjá má nánari upplýsingar í auglýsingunni hér fyrir neðan.
  Written on Fimmtudagur, 04 Júlí 2019 14:51

Fimleikasamband Íslands

Fyrirfram var búist að harðri keppni milli Bromma og Gjellerup. Það reyndist raunin og fyrir lokaumferðina munaði rétt 0,3 á liðunum og ljóst að lítil mistök þurfti til að missa af titlinum.

Bromma, sem var að elta, gerði frábærar æfingar á trampólíni í lokaumferðinni og pressan því komin á Gjellerup sem mátti ekki við neinum mistökum. Þeir löggðu allt í sölurnar og settu gríðarlega erfið stökk í lokaumferðina. Lendingarnar voru ekki alveg að skila sér og spennan fyrir síðustu einkununum því gríðarleg.

 

Svo fór að Gjellerup vann með aðeins 0,067 stiga mun. Það verður ekki mikið jafnara en það.

 

Gerplustrákarnir voru ánægðir með frammistöðuna í dag. Mikil stemning myndaðist yfir gólæfingunum hjá liðinu og stökkin gengu vel.  Það var gríðarlega mikilvæg reynsla sem liðið fékk í dag í sinni fyrstu alþjóðlegu keppni.