Þinggerð 2012

Þing Fimleikasambands Íslands
Haldið í fundarsal ÍSÍ, Engjavegi, Reykjavík
18. febrúar 2012

1. Þingsetning
Formaður Fimleikasambands Íslands, Þorgerður Diðriksdóttir, bauð fundarmenn alla velkomna til þingsins. Ræddi mikilvægi fimleika og að vel sé að starfinu staðið. Þakkar góða mætingu og setti þingið.

2. Kjör fundarstjóra og fundarritara
Lögð fram tillaga um Flosa Eiríksson sem þingforseta og Sigrúnu Eddu Jónsdóttur sem þingritara. Tillagan  samþykkt samhljóða.

3. Staðfest lögmæti fundarins
Þingforseti þakkar traustið fyrir sína hönd og fundarritara og býður fundarmenn velkomna. Staðfestir að þingið hafi verið boðað með löglegum hætti með tveimur fundarboðum og á réttum tíma. Engar athugasemdir gerðar varðandi fundarboðið og þingið því lýst lögmætt.

4. Kosning kjörbréfanefndar - athugað kjörgengi fundarmanna
Í kjörbréfanefnd eru kjörnir: Jón Þór Ólason, Jón Finnbogason og Birgir Kristjánsson. Þeir fara afsíðis í stutta stund og meta kjörbréf þeirra sem mættir eru á þingið.
 
5. Fundargerð síðasta þings
Fundargerð síðasta þings sem haldið var í húsnæði ÍSÍ í Laugardal 2010 var send formönnum félaga og liggur hér frammi. Hefur einnig verið aðgengileg á netinu frá síðasta fundi. Fundargerð síðasta þings staðfest.


6. Afhending viðurkenninga
Yrsa Ívarsdóttir, óskað eftir að taka til máls með heimild fundarstjóra og þakkaði ömmu sinni  Birnu Björnsdóttur sem hún nefndi ömmu fimleikanna fyrir allt sitt framlag til fimleikastarfsins og þolinmæði og afhenti henni blómvönd undir dynjandi lófataki.  Birna þakkaði fyrir sig.


7. Ávörp gesta
Fulltrúi ÍSÍ, Hafsteinn Pálsson sem mætti á þingið ásamt Líneyju Halldórsdóttur framkvæmdastjóra ÍSÍ, bar kveðju frá Íþrótta og ólympíusambandi Íslands og sagði alltaf gaman að koma á Fimleikaþing.  Ræddi um hversu mikilvægir fimleikar væru unga fólkinu og sá lífstíll sem fimleikum fylgdi.  Ræddi um almenningsíþróttir og mikilvægi hreyfingar en hann er fulltrúi fyrir þær í stjórn ÍSÍ.  Hann óskaði FSÍ til hamingju með ábyrgan rekstur síðustu tvö árin.  Minnti á fyrirtæki hreyfingarinnar að það þyrfti að standa vörð um þau fyrirtæki þar sem sérsamböndin og félög og deildir njóta góðs af. Minnti á að í hreyfingunni væri fyrst og fremst verið að styðja barna- og unglingastarf sem væri það mikilvægasta í starfi ÍSÍ.  Ræddi hversu vel FSÍ hefði gengið að ná athygli fjölmiðla og óskaði þeim til hamingju með góðan árangur þar.

Hafsteinn sæmdi Berglindi Pétursdóttur silfurmerki Íþrótta og ólympíusambands Íslands, því næst sæmdi Hafsteinn Birnu Björnsdóttur gullmerki Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Óskaði viðstöddum góðs þings og velfarnaðar og að vonaði fimleikaárið yrði gott.

Fundarstjóri skilaði kveðju til þingsins frá Valdimar Örnólfssyni.

8. Kosning formanna starfsnefnda þingsins:
a) Tækninefnd  kvenna    Sandra Dögg Árnadóttir
b) Tækninefnd  karla    Axel Bragason
c) Tækninefnd í hópfimleikum   Olga Bjarnadóttir
d) Tækninefnd almennra fimleika og nefnd um fimleika fyrir alla    Anna  R. Möller   
e) Fræðslunefnd     Sesselja Jarvela
g) Laganefnd     Jón Finnbogason
h) Fjárhagsnefnd     Davíð Ingason
i)  Allsherjanefnd     Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir
    Aðrar nefndir samkv. ákvörðun þings hverju sinni  

9. Skýrsla stjórnar
Þorgerður Diðriksdóttir formaður fór yfir skýrslu stjórnar og gerði þannig grein fyrir störfum Fimleika-sambandsins síðast liðin tvö ár. Sjá framlagða ársskýrslu FSÍ.

Auk Þorgerðar sátu í stjórn Birna Björnsdóttir varaformaður, Þóra Sigurðardóttir gjaldkeri, Ragnheiður Thorlacius ritari, Sólveig Jónsdóttir og Guðjón Guðmundsson.  Sólveg Jónsdóttir var ráðin til starfa sem verkefnastjóri hópfimleika hautið 2011 og gekk þá úr stjórn og Gunnar Sigurðsson tók sæti hennar sem aðalmaður.

Þorgerður ræddi um hversu  mikið væri í gangi hjá Fimleikasambandinu og þær nefndir sem væru að störfum innan hreyfingarinnar sem ekki sæist út á við.  Nefndi sérstaklega störf fræðslunefndar og mikilvægi hennar. Ræddi sérstaklega mikilvægi þess að allir verkferlar væru gagnsæir þar sem verið væri að vinna með börn og ungmenni innan sambandsins.  Fjármálin mjög mikilvæg ræddi um hversu vel hefði verið haldið utan um fjármál sambandsins og minntist á það að verið væri að vinna í því að finna samstarfsaðila utan frá til að styrkja fimleikastarfið.   Í gangi hefur verið starfshópur til að endurhugsa samstarf fyrirtækja og einstaklinga við Fimleikasambandið. Arion banki kom til liðs við FSÍ og hefur aðstoðað við þessa þróunarvinnu um samstarf við utanaðkomandi aðila.  Samstarf komið á við fyrirtæki Þorvalds Goða til að vinna áfram að þessu verkefni.  FSÍ hefur  notið góðs af stuðningi ýmissa fyrirtæka við fatnað landsliðsfólks.  Mikilvægustu tekjur eru lottótekjur og því er mjög mikilvægt að skráning á iðkendum sé í góðu lagi því úthlutun miðast við fjölda iðkenda. Fór yfir þátttöku fulltrúa FSÍ í ýmsum verkefnum á alþjóðavísu.  
Birna Björnsdóttir hefur verið fulltrúi í FIG council og sótt fundi ráðsins.  Hlíf Þorgeirsdóttir var  kjörin í nefnd UEG um almenna fimleika . Auður Inga Þorsteinsdóttir er fulltrúi í norrænu tækninefnd hópfimleika,  Axel Bragason hefur sótt samráðsfundi um uppbyggingu þjálfunar yngri drengja í áhaldafimleikum en hann stjórnaði æfingabúðum norrænna ungmenna hér á landi sumarið 2011. Olga Jónsdóttir og Sólveig Jónsdóttir sóttu norræna ráðstefnu um barna- og unglingaíþróttir í Noregi.   Mikil áhersla lögð á Norðulandasamstarf.
Þorgerður nefndi  að FSÍ á hóp alþjóðlegra dómara i fimleikum og hafa dómarar FSÍ verið að dæma víða erlendis og hafa þau vakið athygli fyrir vönduð vinnubrögð. 
FSÍ hefur verið virkt í að vekja athygli á starfinu með fjölmiðlamóti og sérstaklega unnið í því að vekja athygli á íþróttinni á meðal almennings en miklu máli skipti að vekja áhuga á fimleikum.   Mikilvægt að  nýta þá samfélagsmiðla sem eru í gangi eins og facebook og Youtube til að vekja athygli á starfinu í FSÍ.
Fimleikamaður ársins 2011 var kosinn Róbert Kristmannsson og fimleikakona ársins 2011 var kjörin Thelma Rut Hermannsdóttir.  Fimleikamaður ársins 2010 var Dýri Kristjánsson og fimleikakona ársins 2010 var Íris Mist Magnúsdóttir.
 Hún nefndi að lokum að hreyfingin byggði á sjálfboðaliðastarfi hversu mikilvægt það væri fimleikastarfinu, þakkaði öllum þeim sem hafa gefið af sér til fimleikanna þetta væri gríðarlega verðmætt fyrir samfélagið að eiga sjálfboðaliða að.

Fræðslunefnd - Hlín Bjarnadóttir flutti skýrslu Fræðslunefndar.  Í fræðslunefnd sátu auk Hlínar, Guðmundur Þór Brynjólfsson, Sandra Dögg Árnadóttir, Sesselja Jarvela og Þröstur Hrafnsson.  Hún rakti störf nefndarinnar, nefndin hélt 14 atburði á tímabilinu og lagði fram yfirlit yfir þá sjá nánar í ársskýrslu FSÍ.  Alls sóttu þessi námskeið 383 aðilar og fjölmargir leiðbeindu á þessum námskeiðum. Þakkaði að lokum fyrir tímabilið.

Nefnd um fimleika fyrir alla – Anna R. Möller gerði grein fyrir störfum nefndar um fimleika fyrir alla.  Ásamt henni sátu í nefndinni Guðrún Tryggvadóttir, Lórens Rafn Kristvinsson, Hlíf Þorgeirsdóttir og Sigurða Sigurðardóttir. Hún vísaði til skýrslu nefndarinnar í ársskýrslunni.    Nefndi það að ekki hefðu verið tök á því að halda stórar FSÍ sýningar eins og voru áður.  Kraftar nefndarinnar hafa að mestu snúist um að skipuleggja ferðir erlendis á þau mót sem fimleikamenn landsins hafa tök á að taka þátt í. Lagði áherslu á að félögin móti sér stefnu á hvaða hátt þau ætla að starfa.  Lagði áherslu á að halda iðkendum lengur í íþróttinni og þar væri möguleikinn innan almennra fimleika að ná til fleiri iðkenda.

Tækninefnd almennra fimleika – vísað til ársskýrslu FSÍ.

Tækninefnd kvenna  -  Sandra Dögg Árnadóttir flutti skýrslu fyrir hönd nefndarinnar en auk hennar sátu í nefndinni Hlín Bjarnadóttir, Berglind Pétursdóttir, Sif Pálsdóttir og Þorbjörg Gísladóttir. Fór stuttlega yfir verkefni nefndarinnar sem eru meðal annars val kvenna í landslið í áhaldafimleikum, mót í áhaldafimleikum, dómaramál og uppbygging íslenska fimleikastigans, skýrsla nefndarinnar er í ársskýrslu FSÍ og er vísað til hennar.

Tækninefnd karla – vísað í skýrslu í ársskýrslu FSÍ.

Tækninefnd í hópfimleikum -  Olga Bjarnadóttir flutti skýrslu tækninefndar í hópfimleikum síðustu tveggja ára. Ásamt henni í nefndinni voru Íris Svavarsdóttir, Jimmy Ekstedt, María Óladóttir, og Sólveig Jónsdóttir.  Jimmy Ekstedt hætti í nefndinni vorið 2011 í hans stað tók sæti Niclaes Jerkeholt.  Sólveig Jónsdóttir hætti í nóvember 2011 í hennar stað kom Auður Inga Þorsteinsdóttir.   Olga stiklaði á stóru um helstu verkefni nefndarinnar en  vísaði að öðru leyti til skýrslunnar í ársskýrslu FSÍ.

Jón Finnbogason gerði grein fyrir störfum kjörnefndar eftir að hafa yfirfarið og staðfest þau kjörbréf sem lágu fyrir. Samtals voru 88 þingfulltrúar mættir og löglegir fulltrúar á þinginu. Ef kemur til kosninga verður fulltrúa hvers héraðssambands afhentir atkvæðaseðlar og farið yfir mætingu.

10. Reikningar sambandsins lagðir fram (með áliti skoðunarmanna)
Hrund Þorgeirsdóttir lagði fram reikninga sambandsins árin 2010 og 2011 sem sjá má í ársskýrslunni.  Fór yfir helstu breytingar í ársreikingi minnti á að útbreiðslustyrkur og lottótekjur byggjast á skráningu í Felix.  Lottótekjur voru óvenju háar árið 2011 vegna ósóttra vinninga og  verða ekki sambærilegar í ár.  Eurogym er inn í tölum 2010 en ekki 2011. Vísaði að öðru leyti til skýringa í ársskýrslu FSÍ. 

11. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga sambandsins
Jón Finnbogason, sagði ársskýrsluna greinargóða og skýrslur nefnda í stjórn. Fagnar þingtillögu sem kemur til umræðu síðar í dag þar sem lagt er til að reikningar verði sendir út 2 vikum fyrir þing  framvegis.  Lýsti yfir ánægju með að reksturinn kemur út í plús. Vakti athygli á lausafjárstöðunni en laust fé hefur aukist á milli áranna 2010 og 2011 og væri það jákvætt.  Vakti athygli á þjónustutekjum sem væru færð sem þjónustugjöld í tekjuhlið rekstarreiknings.  Spurði um fjárhæðir í þessum lið væri eins og fækkað hefði í iðkendum þar sem fjárhæðin hefði lækkað milli áranna 2010 og 2011 en vildi ekki meina að iðkendafjöldi hefði ekki minnkað óskaði skýringa á þessu.  Spurði út í skýringu 6 við báða reikningana, kostnaður vegna móta erlendis liðinn trampólín.  Spurði jafnframt hvort eins væri farið með mótin Evrópumót og Norðurlandamót er kostnaður eins færður í reikninga þar en munur væri  á kostnaðarliðum. Spurði út í kostnað vegna landsliðs sem er ósundurgreint í reikningum.  Hvers vegna er ósamræmi í tekjum vegna fjáröflunar móta og námskeiða erlendis en gjöld vegna móta erlendis er lægri.   Hrund Þorgeirsdóttir þakkaði spurningarnar og svaraði fyrirspurnum Jóns og útskýrði hverju breytingin í þjónustugjöldum fælist, félögin gefa upp iðkendatölur og rukkað er eftir því og endurspegla fjárhæðirnar það.  Trampólin er vitlaust staðsett á að vera undir námskeiðum.  Mismunandi kostnaður vegna Norðurlandamóta er vegna þess að liðið fór ekki 2010 vegna eldgoss sem skýrir muninn.  Sundurliðun á kostnaði vegna landsliðs er kostnaður vegna verkefnisstjóra landsliðs og búningakaupa að stærstum hluta. 

12. Reikningar bornir undir atkvæði
Reikningar bornir undir atkvæði, samþykktir samhljóða.  Að því loknu var borin upp til atkvæða skýrsla stjórnar hún var samþykkt samhljóða.
 
13. Teknar fyrir tillögur sem lagðar hafa verið fyrir þingið ásamt almennum umræðum um þær:

Tillögur um að hvernig þingskjölum verður vísað verði inn i nefndir:

Þingskjali 1 – Tillögur um breytingar  á lögum um Fimleikasambands Íslands  er vísað til laganefndar
Þingskjali 2 – Tillaga um móta- og keppnisreglur FSÍ fari í nefnd um almenna fimleika, nefnd um áhaldafimleika karla, nefnd um áhaldafimleika kvenna og nefnd um hópfimleika
Þingskjal 3 – Tillaga um breytingu á móta- og keppnisreglum FSÍ – keppnisaldur,  fari í nefnd  um hópfimleika, nefnd um almenna fimleika, nefnd um áhaldafimleika kvenna og nefnd um  áhaldafimleika karla
Þingskjal 4 – Tillaga um breytingu á móta- og keppnisreglum FSÍ – sameiginleg lið, fari í nefnd um hópfimleika
Þingskjal 5 – Tillaga um breytingu á mót- og keppnisreglum FSÍ – keppni í meistaraflokki hópfimleika, fari í nefnd um hópfimleika.  Eftirfarandi breyting var gerð á henni  þannig að liður a) í þeirri tillögu á ekki við og á að falla á brott.
Þingskjal 6 – Tillaga um breytingu á móta- og keppnisreglum FSÍ – ásýnd móta, fari í allsherjarnefnd.
Þingskjal 7  - Tillaga um breytingu á reglugerð - bann við neyslu, fari í allsherjarnefnd
Þingskjal 8 – Tillaga um breytingu á reglugerð - afhendingu viðurkenninga,  fari í allsherjarnefnd
Þingskjal 9 – Tillaga um mótagjöld FSÍ  - fari í allsherjarnefnd
Þingskjal 10 – Tillaga um innheimtu þjónustugjalda FSÍ – fari til fjárhagsnefndar
Þingskjal 11 – Tillaga um gerð íslenska fimleikastigans – fari til fjárhagsnefndar
Þingskjal 12 – Tillaga að ályktun um íþróttamann ársins – fari til allsherjarnefndar
Þingskjal 13 – Tillaga um fjárhagsáætlun og starfsáætlun – fari til fjárhagsnefndar
Þingskjal 14 – Tillaga um afreksstefnu Fimleikasambands Íslands 2012 – 2020.  Tillagan var lögð fram á fundinum og þar sem skjalið hafði ekki borist fyrir þing með öðrum gögnum þarf að fá samþykki 2/3 fundarmanna til að það verði tekið á dagskrá til umræðu og efnislegrar meðferðar.  Ekki er lagt til að það verði afgreitt til samþykktar eða synjunar vegna umfangs málsins. Fundarstjóri bar upp tillögu þess efnis að skjalið verði tekið til umræðu og efnislegrar meðferðar og bað fundarmenn að greiða atkvæði þar um. Samþykkt án mótatkvæða.  Skjalinu er vísað til nefndar um almenna fimleika, nefndar um fimleika fyrir alla, allsherjarnefndar, fræðslunefndar, tækninefndar karla, tækninefndar kvenna og tækninefndar í hópfimleikum.
 
14. Formenn þingnefnda gera grein fyrir störfum nefnda og atkvæði greidd um niðurstöður þeirra

Þingskjal 1) Lög Fimleikeikasambands Íslands – blátt er já – gult er nei
Lagðar voru fram breytingar á lögum fimleikasambands Íslands
Fyrir lá að 81 aðili væri með atkvæðisrétt í kosningum á þinginu skv kjörnefnd.

Fyrir liggur tillaga frá stjórn FSÍ með framkomnum breytingum – farið var í gegnum hvern lið fyrir sig þar sem efnislegar breytingar höfðu orðið:

3.grein breytingartillaga liggur fyrir að þar bætist við 1.málsgrein „eða stunda almenna leikfimi innan ÍSÍ.“
Tllagan samþykkt samhljóða.
4. grein – breytingar heitin sett á frönsku í stað ensku – tillagan samþykkt samhljóða
6.grein – breyting að í stað  „Fimleikaþing skal halda í janúar – mars annað hvert  ár“ komi „ Fimleikaþing skal halda fyrir lok maí hvert ár.“  Tillagan borin upp til atkvæða í tvennu lagi:
Fyrst borin upp breyting um að Fimleikaþings sé haldið fyrir lok maí – samþykkt samhljóða
Síðan borin upp sú breyting að fimleikaþing sé haldið hvert ár   - til máls tóku Anna Möller og Jón Finnbogason – tillagan samþykkt með þorra greiddra atkvæða.
8.grein – breytingartillögur í 6.málsgrein í þá veru að ef félag er í skuld þremur mánuðum fyrir þing er þeim heimilt að sækja þingið en án atkvæðisréttar – tillagan samþykkt samhljóða.
8. grein b) liður hverjir mega sækja þing  komi nefndar menn í stað og e) liður breyting á orðalagi, tillagan samþykkt samhljóða.
11.grein –  tvær tillögur liggja fyrir fundinum sú sem gengur lengra  fyrst greidd atkvæði um þá tillögu sem gengur lengst
Hlín tók til máls og óskaði skýringar
Jónas tók til máls og mælti fyrir tillögunni sem lengst gengur.
Anna Möller tók til máls og mælti fyrir því að formenn allra nefnda ættu sæti í stjórn og gerði að tillögu sinni að þing kjósi formenn annarra nefnda  en tækninefnda en ekki stjórn.
Jón tók máls og tók undir sjónarmið Jónasar að mæla fyrir þeirri tillögu sem gengur lengst og mælti jafnframt með því að þing kjósi formenn nefnda annarra en tækninefnda.
Birna Björnsdóttir tók til máls og mælti fyrir því að formenn annarra nefnda ættu rétt til að sitja sem áheyrnarfulltrúa stjórnarfundum en væru ekki skuldbundnir til að sitja í stjórn.
Olga tók til máls og tók undir orð Birnu
Ragnheiður mælti fyrir því að allir fulltrúar nefnda í stjórnum FSÍ eigi rétt til setu á stjórnafundum með tillögurétt og málfrelsi en ekki skylduseta í stjórn
Birkir tók til máls og lýsti því yfir að hann væri ekki ánægður með tillöguna sem gengi lengra en var sammál því að nefndarmenn í öllum nefndu hefðu málfrelsi og tillögurétt mælti fyrir seinni tillögu sem skemmra gengur
Berglind Pétursdóttir tók til máls og óskaði eftir skýringu á hvort aðalmenn í stjórn væru ekki lengur ritarar í öðrum nefndum og lýsti yfir stuðningi við fyrri tillögu
Jarþrúður tók til máls og lagði til ef seinni tillaga yrði samþykkt þá yrðu formenn nefnda kjörnir af þinginu
Sandra Björk tók til máls og mælti fyrir því að þing kysi í stjórnir ekki stjórn
Sólveig Ólafsdóttir tók til máls og mælti með fyrri tillögunni
Ragnheiður tók til máls aftur og sagðist ekki mæla með því að hluti nefnda yrðu kosinn á þingi og hluti af stjórn og mælti með því að þessu yrði ekki blandað saman og stjórn kysi alla nefndarmenn áréttaði að nauðsynlegt væri að öll nefndin sækti vald sitt til sama aðila
Sigríður Rós tók til máls og sagði að með fyrri tillögunni væri ekki verið að bjóða fólk utan af landi velkomið það væri erfitt að sækja bæði tækninefndarfundi og stjórnarfundi.
Jón  tók til máls á ný og fór yfir meðferð málsins og framkomin lög og greindi frá fundi sem boðað hefði verið til í laganefnd fyrir þingið þar sem tillögur voru ræddar.  Greindi frá því að hann hefði haft mjög víðtækt samráð við formenn allra nefnda og félaga til að tryggja að allir væru vel upplýstir um breytingatillögur sem lágu fyrir og fyrri tillagan er niðurstaða þeirrar vinnu.
Ingvar tók til máls og lýsti yfir stuðningi við fyrri tillöguna og lýsti því yfir að með þessari tillögu væri verið að brúa bil milli nefnda og stjórnar
Ragnheiður tók til máls á ný og benti á að þessi grein tengdist 14.grein og benti á að formenn þessara þriggja tækninefnda þyrftu að vera alþjóðadómarar sem takmarki mjög þá sem geta boðið sig fram til formennsku í tækninefndum.

 Sú tillaga sem gengur lengra hljóðar svo:

a) liður kosning formanns sé til eins árs í stað tveggja ára –
  b) liður kosning þriggja manna í stjórn til eins árs
  c) liður kosning þriggja manna í varastjórn í varastjórn til eins árs
  d) kosning eftirfarandi nefnda til eins árs:
   i) tækninefndar karla í áhaldafimleikum
   ii) tækninefndar kvenna í áhaldafimleikum
   iii) tækninefndar í hópfimleikum

Seinni tillaga að fjórir séu kosnir á þingi og formenn allra fastanefnda sitji stjórnarfundi

Atkvæði voru fyrst greidd atkvæði um fyrri tillöguna sem gengur lengst -  talningarmenn voru tilnefndir Þóra og Gunnar stjórnarmenn.  Tillagan var samþykkt með 53 greiddum atkvæðum, 16 sögðu nei og 12sátu hjá.

Aðrar breytingar við 11.grein voru samþykktar samhljóða.  Seinni tillagan fellur þá niður. 
Þar sem sú tillaga gekk lengst.

12.grein – breyting bætt við einum lið d) lið sem hljóði svo „Formenn fræðslunefndar og nefndar um fimleika fyrir alla.“
Greitt atkvæði um d) lið fyrst – tillagan samþykkt samhljóða og þar með 12.grein
14.grein – viðbót  um að formenn eftirfarandi fastanefnda skulu vera lands – eða alþjóðadómarar.- Tillagan samþykkt með þorra atkvæða
15.grein – Breytingar í  3.málsgrein falli niður síðasta setning – tillagan samþykkt samhljóða
17.grein -  Viðbætur inn í greinina – tillagan borin öll upp í einu lagi og var hún samþykkt með þorra atkvæða.
Breytingar í síðustu málsgrein 17.greinar borin upp sérstaklega þar sem bætt er inn í – tillagan samþykkt samhljóða.
18.grein – þar koma inn afleiddar breytingar vegna samþykktra breytinga á 11.grein þar sem kveður á um að stjórn skuli kjósa 4 menn í allar fastanefndir a) tækninefnd karla b) tækninefnd kvenna c) tækninefnd í hópfimleikum d) nefnd um almenna fimleika/ fimleika fyrir alla e) fræðslunefnd og f) þrjá menn í nefnd um fjáröflunar- og markaðsmál
Tillagan samþykkt samhljóða um liði a-f
í 2.málsgrein koma breytingar vegna áður samþykktra breytinga – samþykkt samhljóða.
Viðbót ákvæði um að nefndarmenn í stjórnum sæki umboð sitt til stjórnar-
Tillagan samþykkt með þorra atkvæða.
19. grein tillaga um breytingu dregin til baka
20.grein – breyting um fjölda formannafunda – tillagan samþykkt samhljóða
21. grein – tillagan samþykkt samhljóða
23.grein – um reikninga – tillagan samþykkt samhljóða

Ákvæði til bráðabirgða sem gilda á fimleikaþingi þann 18.febrúar 2012 – þau voru samþykkt samhljóða.

Breyting á ákvæði til bráðabirgða – „Stjórn FSÍ setji sér sérstakar starfsreglur  ...“ tillagan samþykkt samhljóða.

Að því loknu voru lögin borin upp í heild sinni til atkvæðagreiðslu – Lögin voru samþykkt með miklum meirihluta gegn fáum.

Afrit af nýsamþykktum lög Fimleikasambands Íslands fylgja fundargerð þessari.


Davíð Ingason tók til máls fyrir fjárhagsnefnd og gerði grein fyrir störfum nefndarinnar.
Leggja til að þingskjal nr 9 verði samþykkt.
Leggja til að þingskjal nr 10 verði samþykkt með breytingum.
Leggja til að þingskjal nr 11 verði vísað frá.
Legga til að þingskjal nr 13 verði samþykkt með örlitlum breytingum.
Þorgerður tók til máls og óskaði eftir skýringum á hvers vegna þeir vilja að þingskjal 11 verði vísað frá.  Davíð tók til máls og svaraði og vildi meina að skjalið væri óþarft vegna breytinga á lögum FSÍ
Þingskjal nr. 9 var borið upp til atkvæða og tillaga fjárhagsnefndar samþykkt.
Þingskjal nr. 10 var borið upp til atkvæða og tillaga fjárhagsnefndar með áorðnum breytingum samþykkt.
Þingskjal nr 11 borið upp til atkvæða –samþykkt að vísa þingskjalinu frá að tillögu fjárhagsnefndar.
Þingskjal nr. 13 borið upp til atkvæða með áorðnum breytingum fjárhagsnefndar – tillagan samþykkt.

Sandra Dögg Árnadóttir tók til máls fyrir hönd tækninefndar kvenna í áhaldafimleikum um þau þingskjöl sem nefndin hafði til umfjöllunar
Þingskjal nr 14 var lagt fram til umræðu í nefndinni en ekki stóð til að afgreiða það á þinginu.
Þingskjal nr 2 – hún gerði grein fyrir breytingum sem nefndin  hafði gert á þingskjali nr 2.
Þingskjal nr 3 – gerð grein fyrir umfjöllun um skjalið.
Tillaga kom fram um að þingskjali nr 2 sem rætt var um í tækninefnd karla, tækninefnd kvenna í áhaldafimleikum, tækninefnd í hópfimleikum og nefnd um almenna fimleika og fimleika fyrir alla  verði vísað til þeirra nefnda til frekari umræðu og samræmingar og verði afgreidd á formannafundi FSÍ haustið 2012. Tillagan var samþykkt.

Olga Bjarnadóttir tók til máls fyrir hönd tækninefndar um hópfimleika og gerði grein fyrir störfum þeirrar nefndar.
Þingskjal 3 – Olga gerði grein fyrir tillögum að breytingum á þingskjalinu sem gerðar voru í nefndinni en þær voru umtalsverðar.
Anna Möller tók til máls fyrir hönd nefnd um almenna fimleika og gerði grein fyrir umræðum um þingskjal nr. 3.
Axel Bragason – tók til máls fyrir tækninefnd karla og gerði grein fyrir umræðum um breytingar um þingskjal nr. 3 en þeir leggja til að þingskjal nr 3 verði fellt niður.
Tillaga um að þingskjal nr 3 verði fellt niður – tillagan samþykkt og þingskjal nr 3 því ekki til afgreiðslu á þinginu.

Anna Möller – fjallaði um umræður í nefndinni um þingskjal nr. 2 og gerði grein fyrir umræðum um þingskjal nr. 14 sem og þeim umræðum sem fram fóru í nefndinni um það skjal. 
Anna fyrir hönd FFA og TAF skoraði á stjórn að skipa undirbúningsnefnd fyrir Landsmót í fimleikum sem haldið verði árið 2013 og lagði fram tillögu þess efnis sem  er ný tillaga á þinginu og verður merkt sem Þingskjal nr. 15.  Tillagan var borin upp til atkvæða og var hún samþykkt samhljóða.
Anna lagði fram aðra tillögu sem yrði þá þingskjal nr. 16 um að fimleikaþing skori á stjórn að taka ákvörðun um fimleika fyrir fatlaða.  Tillagan borin upp til atkvæða og samþykkt samhljóða.

Jarþrúður tók til máls fyrir hönd allsherjarnefndar en nefndin fjallaði um þingskjöl nr 6,7, 8 og 12.
Þingskjal nr. 6 – nefndin gerði smávægilegar breytingar í þingskjalinu og Jarþrúður gerði grein fyrir þeim  en nefndin leggur til að skjalið verði samþykkt.
Þingskjal nr. 7 – Jarþrúður gerði grein fyrir umræðu nefndarinnar um þingskjalið nefndin leggur til að þingskjalinu verði vísað frá þar sem tekið er á þessu í reglum ÍSÍ sem FSÍ er aðili að.
Þingskjal nr. 8 – gerði grein fyrir þeim breytingum sem nefndin gerði á þingskjalinu, smávægilegar breytingar sem Jarþrúður skýrði.  Leggja til að þingskjal nr 8 verði samþykkt með áorðnum breytingum.
Þingskjal nr. 12 – gerði grein fyrir umræðum um þingskjalið í nefndinni, nefndin leggur til að þingskjalið verði samþykkt en leggur þó til nokkrar breytingar á skjalinu sem Jarþrúður grein fyrir.
Gerði grein fyrir umræðu nefndarinnar um hluta af þingskjali nr. 14 en sú tillaga var eingöngu til umræðu en ekki afgreiðslu.
Þingskjal nr. 6 borið upp til atkvæða – tillagan samþykkt.
Þingskjal nr. 7 borið upp til atkvæða en lagt er til að að tillögunni verði vísað frá – samþykkt samhljóða að vísa tillöguni frá.
Þingskjal nr. 8 – borið upp til atkvæða um að FSÍ skuli velja fimleikamann og fimleikakonu ársins tillagan samþykkt.  Þingskjalið í heild sinni borið upp til atkvæða með áorðnum breytingum – samþykkt samhljóða.
Þingskjal nr.12 – Breytingartillaga sem allsherjarnefnd leggur fram verður borin upp til atkvæða sem er nokkuð mikið breyting  frá upphaflegri tillögu– tillaga allsherjarnefndar um þingskjal nr. 12 samþykkt samhljóða.
Olga Bjarnadóttir tók til máls fyrir hönd tækninefndar um hópfimleika hún ræddi um þingskjal nr. 5 og lögðu þau fram þá tillögu að þessu yrði vísað frá þetta ætti ekki við. 
Þingskjal nr 4 – gerði grein fyrir umræðu nefndarinnar um tillöguna og  vildi vísa þessu til frekari umræðu í tækninefnd um hópfimleika en ekki afgreiða það á þinginu.
Þingskjal nr 4 tillaga um að vísa því til frekari umræðu í tækninefnd um hópfimleika tillagan borin upp atkvæða og samþykkt samhljóða að vísa því til frekari umræðu.
Þingskjal nr. 5 tillaga um að vísa þingskjalinu frá – borið upp til atkvæða og samþykkt samhljóða að vísa því frá..
Jónas kvað sér hljóðs til að ræða afreksstefnuna.
Fundarstjóri óskaði eftir stuttu fundarhléi til að ræða við formann uppstillingarnefndar .

Kosið verði samkvæmt þeim lögum sem í gildi er.

15. Kosning stjórnar og varamanna
Auður Inga Þorsteinsdóttirhvernig formaður kjörnefndar gerði grein fyrir þeim sem boði hafa sig fram til kjörs í hin ýmsu embætti sem kosið verður í á fundinum. Ef fleiri bjóða sig fram verður kosið á milli aðila í kosningu.
Byrjað á kosningu formanns þeir sem gefið hafa kost á sér í embætti formanns eru  Þorgerður Diðriksdóttir og Jarþrúður Hanna Ólafsdóttir hafa boðið sig fram.

Frambjóðendur til formanns gefið tækifæri til að kynna sig.  Fyrstur tók til máls Atli Jasonarson sem dró framboð sitt til formanns til baka hann gerði grein fyrir því hvers vegna hann hefði dregið framboð sitt til baka.
Næst tók til máls Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir, hún er lögfræðingur starfar hjá Ríkisskattstjóra, er formaður fimleikadeildar Fjölnis og situr í aðalstjórns Fjölnis og býður sig fram til formanns eftir áskorun þess efnis.
Þorgerður Diðriksdóttir kynnir sig. Er núverandi formaður Fimleikasambands Íslands og býður sig fram á ný. Býður sig fram til að gera góða fimleikahreyfingu enn betri. Sagði frá því að hún væri stolt af þeim verkum sem hafa verið í gangi afreksstefnunni sem er til umræðu og sömuleiðis nýjum leiðum til fjáröflunar sem greint var frá í skýrslu stjórnar.  Vonast til að geta fylgt eftir þeim fræum sem hún hefur sáð og séð þau vaxa og dafna og verða að sjálfbærum blómum. 

Þar næst var útdeilt kjörseðlum vegna formannskjörs af fundarstjóra.  Því næst fór fram kosning formanns og stýrði fundarstjóri talningu atkvæða ásamt kjörnefnd.  Fundarstjóri gerði grein fyrir úrslitum formannskosning:  Alls kusu 75 Jarþrúður Hanna fékk 37 atkvæði og Þorgerður Diðriksdóttir 38 atkvæði.


Formaður:
 Þorgerður Diðriksdóttir
Kosin í kosningu á Fimleikaþingi 2012.

Stjórn:
 Arnar Ólafsson
Einar Ólafsson
 Friðbjörn B. Möller
 Jósep Húnfjörð (verði 1.varamaður ef ÍSÍ samþykkir nýju lögin.)

Skoðast réttkjörin
 
16. Kosning skoðunarmanna reikninga
Hafsteinn Þórðarson
Jochum Ulriksson
Réttkjörnir

17. Kosning í nefndir FSÍ  

Tækninefnd kvenna
 Halla Kari Hjaltested
 Hildur Ketilsdóttir
 Sandra Matthíasdóttir
 Svava Björg Örlygsdóttir
  Nefndin er réttkjörin

Tækninefnd karla
 Axel Bragason, formaður
 Atli Jasonarson
 Magnús Heimir Jónasson
 Sigurður Hrafn Pétursson
  Nefndin er réttkjörin
 
Tækninefnd í hópfimleikum –
kjósa skal 5 í framboði eru: Olga Bjarnadóttir, Auður Inga Þorsteinsdóttir, Íris Svavarsdóttir, María Óladóttir, Niclaes Jerkeholt, Kristinn Guðlaugsson, Ragna Sverrisdóttir, Stefán Pálsson.  Fundarstjóri bað þá sem viðstaddir voru að standa upp og sýna sig.  Stefán Pálsson sagði nokkur orð. Úrslit urðu þau að eftirfarandi eru réttkjörnir í nefndina:
Niclaes Jerkeholt
Olga Bjarnadóttir
Stefán Pálsson
Auður Inga Þorsteinsdóttir
Íris Svavarsdóttir.
 

Tækninefnd í almennum fimleikum
 Zoltan Demeny
 Karen Jóhannesdóttir
 Ragnhildur Agla Þorsteinsdóttir
 Nefndin er réttkjörin


Fræðslunefnd
 Guðmundur Þór Brynjólfsson,
 Bjarni Gíslason
 Olah Istvan (Karak)
 Sesselja Jarvela
 Þröstur Hrafnsson
 Nefndin er réttkjörin
 
Laganefnd
 Hjalti Geir Erlendsson
 Jón Finnbogason
 Þóra Margrét Hjaltested
 Nefndin er réttkjörin

Fimleikar fyrir alla
 Hlíf Þorgeirsdóttir
 Guðrún Tryggvadóttir
 Helga Bára Bartels Jónsdóttir
 Sæunn Viggósdóttir
 
Kjósa þarf í embætti 5 formanna samkvæmt nýsamþykktum lögum á þingi Fimleikasambandsins.  Náist ekki að kjósa  muni stjórnin skipa i embætti.  Gerð var tillaga um Guðmund Þór Brynjólfsson sem formann fræðslunefndar,  Hlif Þorgeirdóttur formann fimleika fyrir alla, Axel Bragason sem formann tækninefndar karla og Íris Svavarsdóttir sem formann tækninefndar í hópfimleikum.   Þau voru réttkjörin með lófaklappi.  Þeim formanni sem eftir á að kjósa er vísað til stjórnar.

 

18. Val fulltrúa á Íþróttaþing
Lögð fram tillaga um að vísa skipun fulltrúa á íþróttaþing til stjórnar.

19.  Önnur mál
Auður Vala tók til máls og vakti máls á því að fimleikasambandið tæki upp fjarfundarbúnað til að gera landsbyggðarfulltrúum kleift að fylgjast , fundurinn tekur undir þetta og vísar til nýkjörinnar stjórnar.  Hrund Þorgerisdóttir fráfarandi framkvæmdastjóri þakkaði fyrir samstarfið og sagðist taka með sér góðu  minningarnar úr starfinu.

20. Ávarp formanns
Þorgerður Diðriksdóttir nýkjörinn formaður bað fundargesti að klappa vel fyrir Birnu Björnsdóttur, Hlín Bjarnadóttur og Hrund Þorgeirsdóttur sem kveður sem framkvæmdastjóri og þakkaði fyrir þeirra störf fyrir fimleikahreyfinguna og færði þeim blómvönd.  Hún þakkaði jafnframt öllum þinggestum fyrir vel unnin störf á þinginu.

21. Þingslit
Þingforseti þakkaði fundarmönnum gott þing og sleit þingi.

Þinginu slitið kl. 19:30.


Sigrún Edda Jónsdóttir fundarritari.

Meðf: Ný lög Fimleikasambands Íslands og þingskjöl sem samþykkt voru með áorðnum breytingum.