Print this page
Fimmtudagur, 18 Apríl 2019 09:05

Íslandsmóti í hópfimleikum - Stjarnan sigraði með yfirburðum í keppni í kvennaflokki

Íslandsmótið í hópfimleikum fór fram í íþróttahúsinu Ásgarði, Garðabæ. Á mótið mætti allt okkar besta hópfimleikafólk og sýnd voru frábær tilþrif en þar vegur hve hæðst frábær útfærsla Kolbrúnar Þallar á tvöföldu heljarstökki með 3,5 skrúfu á trampólíni. En þetta var eingöngu í þriðja skipti sem stökkið er framkvæmt í kvennakeppni í heiminum. En þess má geta að Kolbrún Þöll er eina konan sem hefur framkvæmt stökkið í keppni. Mótið var sýnt í beinni útsending á RÚV 2 og var það allt hið glæsilegasta.

 

Keppt var í þremur flokkum í meistaraflokki, kvenna-, karla- og blönduðum flokki.

Í kvennaflokki var það lið Stjörnunnar sem sigraði með 53.925 stig. Stjarnan var yfirburða lið í ár og vann einnig Íslandsmeistaratitla á öllum áhöldum.

 

Í karlaflokki var það lið Gerplu sem varð hlutskarpast með 53.000 stig en liðið sýndi frábærar æfingar og má líkja trampólínæfingum liðsins við flugeldasýningu. Karlalið Gerplu sigraði einnig Íslandsmeistaratitil á öllum áhöldum líkt og lið Stjörnunnra. Í flokki blandara liða var það lið Gerplu sem sigraði í fjölþraut og á einstökum áhöldum

 

Einnig var keppt í stúlkna og drengjaflokki. Í stúlknaflokki var það lið Selfoss sem stóð uppi sem sigurvegari með 47.450 stig, en liðið vann einnig sigur á æfingum á dýnu og trampólíni. Það var svo lið Gerplu sem sigraði í gólfæfingum. Lið Stjörnunnar mætti eitt til leiks í drengjaflokki og varð því sjálfkrafa Íslandsmeistarar í fjölþraut og á einstökum áhöldum.

 

Nánari úrslit mótsins má sjá á slóðinni:

 

https://live.sporteventsystems.se/Score/WebScore/1680