Laugardagur, 08 Júní 2019 14:13

FSÍ óskar eftir umsóknum um formennsku í nefndum

Tækninefndir:

Nú hefur verið formlega opnað fyrir umsóknir um sæti formanna tækninefnda FSÍ. Nefndirnar sem um ræðir eru Tækninefnd í hópfimleikum, Tækninefnd karla og Tækninefnd kvenna. Leitast er við að formaður hverrar nefndar sé alþjóðlegur dómari sé þess kostur. Starfstímabil nefndanna er hinn sami og stjórnar. Formaður tækninefndar er í forsvari fyrir nefndina og hefur ásamt öðrum fulltrúum í nefndinni eftirlit með framkvæmd mótaðrar stefnu á verksviði nefndarinnar. Framkvæmdarstjóri FSÍ ber ábyrgð á framkvæmd ákvarðana og rekstri nefndanna.

Stjórn og framkvæmdarstjóri óska eftir því að fá skriflegar umsóknir um stöðurnar þar sem fram komi menntun og reynsla sem nýtist í starfi sem formaður tækninefndar.

Umsóknum skal skila til framkvæmdarstjóra eigi seinna en á miðnætti miðvikudaginn 19. júní 2019.

 

Fastanefndir:

Nú hefur verið opnað formlega fyrir umsóknir fyrir formenn nefnda um fimleika fyrir alla og fræðslunefnd FSÍ. Starfstímabil nefndanna er hinn sami og stjórnar. Formaður fasta nefndar er í forsvari fyrir nefndina og hefur ásamt öðrum fulltrúum í nefndinni eftirlit með framkvæmd mótaðrar stefnu á verksviði nefndarinnar. Framkvæmdarstjóri FSÍ ber ábyrgð á framkvæmd ákvarðana og rekstri nefndanna.

Stjórn og framkvæmdarstjóri óska eftir því að fá skriflegar umsóknir um stöðurnar þar sem fram koma menntun og reynsla sem að nýtist í starfi sem formaður starfsnefndar.

Umsóknum skal skila til framkvæmdarstjóra eigi seinna en á miðnætti miðvikudaginn 19. júní 2019.