Laugardagur, 08 Júní 2019 15:26

Úrslit frá GK deilarmeistaramóti 2019

Síðasta hópfimleikamót ársins, GK deildarmeistaramótið, fór fram í Stjörnunni í Ásgarði í dag. Keppt var í 5. flokki, 4. flokki, 3. flokki, 2. flokki, 1. flokki og meistaraflokki kvenna og karlaflokki yngri og karlaflokki eldri. í hverjum flokki kepptu þau sex lið sem náðu bestum árangri á mótum tímabilsins.

Í karlaflokki yngri sigraði lið Gerplu með 35.010 stig. 

Í karlaflokki eldri sigraði lið Hattar með 40.795 stig. 

Í 5. flokki kvenna sigraði lið Gerplu með 34.055 stig.  

 

Í 4. flokki kvenna sigraði lið Selfoss með 44.145 stig. 

Í 3. flokki kvenna sigraði Stjarnan með 46.645 stig. 

Í 2. flokki kvenna sigraði Keflavík með 50.265 stig.

Í 1. flokki kvenna sigraði Selfoss með 48.545 stig. 

 

 

Í meistaraflokki kvenna sigraði ÍA með 42.895 stig. 

Hér má finna öll úrslit af mótinu.

Við óskum öllum keppendum til hamingju með daginn og þökkum öllum fyrir frábært fimleikatímabil.

Gleðilegt sumar og áfram Ísland!
#fyririsland
#fimleikarfyriralla
#islenskirfimleikar