Þriðjudagur, 11 Júní 2019 14:10

Landslið Íslands fyrir EYOF 2019

Landsliðsþjálfarar í áhaldafimleikum, Róbert Kristmannsson og Þorbjörg Gísladóttir hafa valið landslið fyrir Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í áhaldafimleikum, sem fram fer í Baku í Arzebaijan 21. – 27. júlí.

Karlalandsliðið skipa; 

Ágúst Ingi Davíðsson
Dagur Kári Ólafsson
Jónas Ingi Þórisson

Kvennalandsliðið skipa; 

Guðrún Edda Min Harðardóttir
Hildur Maja Guðmundsdóttir
Laufey Birna Jóhannsdóttir

Hátíðin er á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og hefur Ísland tekið þátt í fimleikakeppninni frá árinu 1993. Verkefnið er mikið ævintýri og alltaf mikil upplifun að taka þátt í Ólympíuverkefni þar sem keppendur gista í Ólympíuþorpi og taka þátt í umgjörð eins og þekkist á stærri leikum.

Við óskum landsliðsfólkinu innilega til hamingju með valið og óskum ykkur góðs gengis í undirbúningnum.

Þeir sem vilja kynna sér hátíðina betur, þá má finna heimasíðu hátíðarinnar hér.