Þriðjudagur, 18 Júní 2019 11:19

Úrslit af FIT-challenge - Myndbönd

Kvennalandslið og U16 lið kvenna eru nýkomin heim frá Belgíu þar sem þau tóku þátt í FIT-challenge (Flanders International Team Challenge). Mótið er mjög sterkt og flestar þátttöku þjóðir sendu sína allra bestu keppendur.
 

Kvennalandsliðið var að þessu sinni skipað Agnesi Suto-Tuuha, Birtu Björg Alexandersdóttur, Margréti Leu Kristinnsdóttur og Vigdísi Pálmadóttur. Liðið hafnaði í 11. sæti en Hollendingar báru sigur úr bítum. Vigdís var hæst okkar kvenna og setti persónulegt met með 47,599 stig. Birta Björg meiddist lítillega á síðustu æfingunni fyrir mótið og gat því miður ekki beitt sér að full í mótinu, hún skilaði engu að síður góðum stigum fyrir liðið á tvíslánni. Margrét og Agnes voru einnig nálægt sínu besta sem var ánægjulegt og góðs viti þar sem heimsmeistarmót fer fram nú í október og FIT-challenge mikilvægur undirbúningur fyrir það.

Hér má sjá æfingar þeirra; 

U16 liðið var skipað þeim Emblu Guðmundsdóttur, Guðrúnu Eddu Min Harðardóttur, Hildi Maju Guðmundsdóttur og Laufeyju Birnu Jóhannsdóttur. Stúlkurnar skiluðu sínu með glæsibrag og enduðu í 13 sæti.

Hér má sjá æfingar þeirra; 
 
 
 
 
Þjálfarar í ferðinni voru Hildur Ketilsdóttir, landsliðsþjálfari kvenna og Þorbjörg Gísladóttir, landsliðsþjálfari U16 kvenna. Dómarar í ferðinni voru Auður Ólafsdóttir og Sæunn S. Viggósdóttir og fararstjóri í ferðinni var Sif Pálsdóttir. 
 
 
 
Við óskum öllum keppendum og þjálfurum til hamingju með mótið og þökkum dómurum og fararstjóra fyrir þeirra framlag. 
 
Áfram Íslands!
#fyririsland
#fimleikarfyriralla
#islenskirfimleikar