Mánudagur, 24 Júní 2019 12:25

Alþjóðlegi handstöðudagurinn 29. júní - Gjafaleikur

Alþjóðlegi handstöðudagurinn er næstkomandi laugardag, þann 29. júní. Við hvetjum alla til að taka flottar handstöðumyndir og pósta þeim á instagram á laugardag, en Fimleikasambandið og fimleikar.is ætla að gefa verðlaun fyrir flottustu myndina.

Verðlaun eru 10.000 kr gjafabréf hjá fimleikar.is og verður sigurvegari tilkynntur þriðjudaginn 2. júní. 

Til þess að taka þátt þarf að fylgja eftirfarandi skrefum; 

1. Followa icelandi_gymnastics og fimleikar_is á instagram.
2. Birta geggjaða handstöðumynd á instagram. 
3. Merkja myndina með icelandic_gymnastics og fimleikar_is.
4. Skýra myndina ,,Alþjóðlegi handstöðudagurinn eða International handstand day"

 

#fyririsland
#islenskirfimleikar
#fimleikar_is