Mánudagur, 12 Ágúst 2019 15:40

Miðasala á NM í hópfimleikum hefst 15. ágúst

Miðasala á NM í hópfimleikum hefst fimmtudaginn 15. ágúst.

Mótið fer fram í Drammen í Noregi en Drammen staðsett um klukkustund fyrir utan Osló. Ísland sendir fjögur lið til keppni. Tvö kvennalið, eitt karlalið og eitt blandað lið. En þau koma öll frá Gerplu og Stjörnunni. 

Hægt er að nálgast miða á ticketco.no