Miðvikudagur, 04 September 2019 13:28

Opin æfing fyrir úrvalshóp í hópfimleikum - 24. september

Opin æfing fyrir úrvalshópa í hópfimleikum verður haldin þriðjudaginn 24. september, kl. 19:00-22:00 í Gerplu á Vatnsenda. Æfingin er ætluð þeim sem eru fæddir árið 2007 og fyrr, bæði fyrir stelpur og stráka, unglinga og fullorðna. Æfingin er einungis ætluð fyrir þá sem eru ekki í úrvalshópum nú þegar.

Athugið að kröfur eru gerðar varðandi getustig í stúlknaflokki, svo að við biðjum ykkur um að kynna ykkur kröfurnar vel, sjá kröfur í viðhengi.

Við biðjum félögin um að sjá til þess að allir, sem ætla að mæta á æfinguna, frá þeirra félagi, séu skráðir. Skráning fer í gegnum félögin, og við biðjum því félögin/þjálfara að skrá iðkendur og sjá til þess að iðkendur í stúlknaflokki uppfylli þær kröfur sem beðið er um. 

Við viljum einnig benda á að félagsþjálfarar eru beðnir um að fylgja iðkendum á æfingarnar. 

Við biðjum iðkendur að mæta amk 30 mínútum fyrr á æfinguna, þar sem iðkendur fá númer við komu. Einnig biðjum við iðkendur að mæta ekki í fötum merktu sínu félagi, heldur í fötum merktum Íslandi eða ómerktum fötum. 

Þeir sem ekki komast á æfinguna er boðið að senda myndbönd. Þá biðjum við viðkomandi að hafa samband við afreksstjóra á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og fá upplýsingar um æfingar sem þjálfarar vilja sjá. Afreksstjóri kemur svo myndböndum til þjálfara. 

Að æfingunni lokinni munu landsliðsþjálfarar fara yfir niðurstöður opnu æfinganna og verða nýjir úrvalshópar tilkynntir í kjölfarið. Áframhald verður á opnum æfingum og verða þær haldnar að meðaltali á þriggja mánaðar fresti fram í maí árið 2020, þegar landsliðshópar fyrir EM verða tilkynntir. Úrvalshópar verða breytilegir í gegnum tímabilið og þeir ávallt endurskoðaðir í kjölfar opnu æfingana.

Áfram Ísland!
#fyririsland
#islenskirfimleikar
#fimleikarfyriralla