Föstudagur, 06 September 2019 11:41

Úrtökumót fyrir stærstu mót ársins 2019

Föstudaginn 30. ágúst var haldið úrtökumót fyrir Heimsbikarmót, Heimsmeistaramót og Norður Evrópumót í áhaldafimleikum kvenna í fimleikahúsi Fjölnis. Fjórar konur mættu til leiks, þær Irina Sazonova, Margrét Lea Kristinsdóttir, Nanna Guðmundsdóttir og Sonja Margrét Ólafsdóttir. 

Næstkomandi sunnudag, 8. september, verður haldið annað úrtökumót og í kjölfarið tilkynnir landsliðsþjálfari kvenna, Hildur Ketilsdóttir, landsliðshópa fyrir verkefnin. Keppnin byrjar kl. 16:00 og verður í Ármanni, við hvetjum áhugasama um að koma og horfa á glæsilega fimleika.

Áfram Ísland!
#fyririsland
#fimleikarfyriralla
#islenskirfimleikar