Fimmtudagur, 19 September 2019 11:23

Norður Evrópumótið fer fram í Gerplu um helgina

Norður Evrópumótið í áhaldafimleikum fer fram núna um helgina, dagana 21.-22. september. Mótið verður haldið í fimleikasal Íþróttafélagsins Gerplu, Versölum 3, 201 Kópavogi og hefst keppni báða daga kl. 14:00. Sjö þjóðir munu berjast um titilinn í kvennaflokki og sex í karlaflokki. Á laugardeginum verður keppt í liðakeppni, en fimm keppendur eru liði, fjórir í liðinu keppa á hverju áhaldi og þrjár bestu einkunnirnar telja til stiga og einstaklingskeppni fer einnig fram. Á sunnudeginum verður keppt á einstökum áhöldum, en þar er krýndur sigurvegari á hverju áhaldi fyrir sig. Einunigs átta bestu á hverju áhaldi frá laugardeginum fá keppnisrétt á sunnudeginum.

Ólympíufarinn Irina Sazonova er mætt aftur til keppni eftir barnsburð, en hún eignaðist frumburð sinn fyrir rúmum sjö mánuðum. Þetta er hennar fyrsta mót eftir barnseginarfrí og mikilvægur partur af undirbúningi hennar fyrir heimsmeistaramótið í Stuttgart sem fram fer í byrjun október á þessu ári. Irina fær eingöngu eitt tækifæri til þess að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í Tokyo, en heimsmeistaramótið er síðasta úrtökumótið fyrir leikana. 

Íslandsmeistarinn Valgarð Reinhardsson mun keppa um helgina, en hann er einnig að undirbúa sig fyrir HM í byrjun næsta mánaðar og þar sem hann freistar þess að krækja sér í farseðil til Tokyo. 

Karlalandsliðið skipa:

Arnþór Daði Jónasson
Guðjón Bjarki Hildarson
Jónas Ingi Þórisson
Martin Bjarni Guðmundsson
Valgarð Reinhardsson 

Varamaður:

Atli Snær Valgeirsson

Kvennaliðið skipa:

Birta Björg Alexandersdóttir
Irina Sazonova
Margrét Lea Kristinsdóttir
Nanna Guðmundsdóttir
Sonja Margrét Ólafsdóttir 

Hægt er að fylgjast með gangi mótsins hér.

Áfram Ísland!
#fyririsland
#fimleikarfyriralla
#islenskirfimleikar