Mánudagur, 23 September 2019 18:37

Keppendur á Heimsmeistaramót í áhaldafimleikum

Landsliðsþjálfarar Íslands í áhaldafimleikum kvenna og karla, Hildur Ketilsdóttir og Róbert Kristmannsson, hafa valið keppendur til þátttöku á Heimsmeistaramótinu í Stuttgart.

Fyrir Íslands hönd keppa:

Irina Sazonova - Stjarnan

Martin Bjarnig Guðmundsson - Gerpla

Valgarð Reinhardsson - Gerpla

Þjálfarar í ferðinni verða Vladimir Antonov og Róbert Kristmannsson

Dómarar í ferðinni verða Hlín Bjarnadóttir og Daði Snær Pálsson

Sjúkraþjálfari er Kristín Gísladóttir og fararstjóri Sæunn Viggósdóttir

Fimleikasambandið óskar fimleikafólkinu til hamingju og óskar þeim góðs gengis í undirbúningnum.

Áfram Ísland!
#fyririsland
#fimleikarfyriralla
#islenskirfimleikar