Þriðjudagur, 10 Mars 2020 11:35

Unglingalandslið Íslands á Berlin Cup

Róbert Kristmannsson, landsliðsþjálfari í áhaldafimleikum karla, hefur valið unglingalandslið fyrir Berlin Cup sem fram fer í Berlín í Þýskalandi dagana 3.-5. apríl 2020. 

Fjórir fimleikamenn munu skipa lið sem samanstendur af;

Ágústi Inga Davíðssyni - Gerplu
Degi Kára Ólafssyni - Gerplu
Jónasi Inga Þórissyni - Gerplu
Sigurði Ara Stefánssyni - Fjölnir

Þjálfarar í ferðinni eru Róbert Kristmannsson og Viktor Kristmannsson.