Sunnudagur, 26 Maí 2013 17:10

Tvö brons á Norðurlandamóti Unglinga

Í dag, sunnudaginn 26.maí, lauk keppni á Norðurlandameistaramóti unglinga í áhaldafimleikum í Elverum Noregi.  Ísland átti þrjá keppendur í úrslitum í dag og unnust tvö brons.  Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir vann til bronsverðlauna á gólfi og Valgarð Reinhardsson vann til bronsverðlauna á svifrá.  Að auki tók Sigríður þátt í úrslitum á stökki og lenti í 6.sæti þar, Valgarð var einnig í úrslitum í hringjum og lenti í 4.sæti þar og í 6.sæti í stökki.  Að auki var Kristjana Ýr Kristinsdóttir í úrslitum á tvíslá og lenti í 5.sæti.  Í gæri þá lenti Valgarð í 4.sæti í fjölþraut, var einungis 0,05 stigum frá 3.sæti, sem er mjög góður árangur.  Sigurvegari mótsins var hin sænska Emma Larsson sem gerði sér lítið fyrir og vann öll áhöld í dag ásamt því að vinna fjölþraut í gær og var í sænsku sveitinni sem vann liðakeppnina.

Í liðakeppninni lenti stúlknasveitin í 4.sæti en piltarnir í 5.sæti.  Svíþjóð vann bæði liðkeppni stúlkna og pilta. 

Á meðfylgjandi myndum má sjá Sigríði á gólfæfingum og Valgarð á svifrá.  

Hægt er að sjá öll úrslit í viðhengjum. 

 

Myndasafn

{gallery}237{/gallery}