Laugardagur, 14 Nóvember 2015 18:40

Selfyssingar náðu ekki verðlaunum þrátt fyrir góða frammistöðu

Íslandsmeistarar Selfoss settu markið hátt fyrir keppni í blönduðum liðum.

Dagurinn í dag var hinsvegar ekki þeirra og dýrkeypt mistök í lendingum, sérstaklega á trampólíni kostuðu liðið verðlaunasæti og 4. sætið því þeirra hlutskipti í dag.

 

 

Arendal var í algerum sérflokki í blönduðu liðunum með 56 stig en þar á eftir komu Holmen með 55.216 og Ollerup með 54.366 en Ollerup er meistari síðustu 3ja Norðurlandamóta.