Föstudagur, 10 Janúar 2020 13:03

Uppskeruhátíð 2020

Uppskeruhátíð Fimleikasambands Íslands fór fram í gær, fimmtudaginn 9. janúar 2020 í Laugardalshöll. Sólveig Jónsdóttir framkvæmdastjóri tók á móti gestum, fór yfir verkefni síðasta árs og kynnti starfsmenn FSÍ sem hefur fjölgað þetta árið. Hún fjallað lítillega um EuroGym2020 sem haldið verður á Íslandi þetta árið og í framhaldinu fjallaði…
Við viljum minna á að félagaskiptaglugginn er opinn og verður það til og með 15. janúar. Hér má finna slóð á reglur um félagaskipti. Hér má finna eyðublað sem þarf að fylla út og skila inn við félagaskipti.
Langar þig að koma á fimleikaæfingu? Komdu á æfingu með landsliðsþjálfurum drengja í hópfimleikum. Allir strákar sem hafa áhuga á að verða sterkir, hoppa á trampólíni og að læra ný trix eru velkomnir að koma og æfa með okkur að kostnaðarlausu. Ef þú æfir fimleika nú þegar er þér líka…
Mánudagur, 23 Desember 2019 11:41

Jólakveðja 2019

Fimleikasamband Íslands óskar þér og þínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum fyrir frábært fimleikaár!
Föstudagur, 20 Desember 2019 12:33

Úrvalshópar í áhaldafimleikum karla

Róbert Kristmannsson, landsliðsþjálfari í áhaldafimleikum karla hefur valið iðkendur í úrvalshópa Fimleikasambandsins 2020. Fimleikamennirnir eru 16 talsins, 10 í fullorðinsflokki og 6 í unglingaflokki og koma úr 4 félögum. Úrvalshópur karla Arnór Már Másson, Gerpla Arnþór Daði Jónasson, Gerpla Atli Snær Valgeirsson, Ármann Breki Snorrason, Björk Eyþór Örn Baldursson, Gerpla…
Föstudagur, 20 Desember 2019 12:21

Úrvalshópar í áhaldafimleikum kvenna

Hildur Ketilsdóttir, landsliðsþjálfari kvenna og Þorbjörg Gísladóttir, landsliðsþjálfari unglinga, hafa valið iðkendur í úrvalshópa Fimleikasambandsins 2020. Stúlkurnar eru 25 talsins, 11 í kvennaflokki og 14 í unglingaflokki og koma úr 7 félögum. Úrvalshópur kvenna Embla Guðmundsdóttir, Björk Emilía Björt Sigurjónsdóttir, Björk Guðrún Edda Harðardóttir, Björk Irina Sazonova, Stjarnan Katharína Sybilla…
Fimmtudagur, 19 Desember 2019 11:33

Úrvalshópar og hæfileikamótun 2020

Landsliðsþjálfarar Íslands í áhaldafimleikum, Hildur Ketilsdóttir, Þorbjörg Gísladóttir og Róbert Kristmannsson, hafa á dögunum verið með úrtökuæfingar fyrir úrvalshópa í áhaldafimleikum fyrir árið 2020. Vel hefur verið mætt á æfingarnar og hafa þær gengið vonum framar. Í úrvalshópum hjá FSÍ eru þeir einstaklingar sem koma til greina í landsliðsverkefni á…
Þriðjudagur, 15 Október 2019 11:06

HM Stuttgart

Heimsmeistaramótinu í Stuttgart er lokið. Ísland sendi frá sér einn keppanda í kvennaflokki, Irinu Sazanova og tvo keppendur í karlaflokki, þá Valgarð reinharðsson og Martin Bjarna Guðmundsson. Spennan fyrir mótinu í Stuttgart var mikil þar sem við Íslendingar ásamt fjölmörgum öðrum þjóðum gerðum okkur vonir um að tryggja okkur sæti…
Þriðjudagur, 17 Desember 2019 16:23

Agnes og Valgarð fimleikafólk ársins 2019

Fimleikakona ársins - Agnes Suto-Tuuha Agnes er búin að vera í fremstu röð í keppni í áhaldafimleikum kvenna hér á Íslandi í áraraðir. Agnes varð Íslandsmeistari í fjölþraut 2019 og í verðlaunasætum á öllum áhöldum. Hún varð bikarmeistari 2019 með Gerplu og sigraði GK-meistaramót. Agnes tók þátt í öllum landsliðs…
Þriðjudagur, 08 Október 2019 14:21

Nýr úrvalshópur fyrir EM 2020 í hópfimleikum

Landsliðsþjálfarar í hópfimleikum hafa valið nýja úrvalshópa fram til byrjun árs 2020 fyrir Evrópumótið sem fram fer í Kaupmannahöfn dagana 15.-18. október 2020. Stefna Fimleikasambandsins er að senda fjögur lið á mótið, tvö í fullorðinsflokki og tvö í unglingaflokki. Þetta er í fyrsta skipti sem landsliðs verkefni í hópfimleikum er…
Síða 3 af 71