Mánudagur, 11 Mars 2013 16:04

Hrafnhildur Hanna íþróttamaður HSK 2012

Fimleikakonan Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Umf. Selfoss, var útnefnd íþróttamaður HSK 2012 á héraðsþingi Skarphéðins í Aratungu um helgina. Alls var 21 íþróttamaður tilnefndur í kjörinu en sérstök valnefnd kýs íþróttamann ársins. Hrafnhildur Hanna náði frábærum árangri árið 2012 en hún varð Evrópumeistari í hópfimleikum með unglingalandsliði Íslands í október. Hún…
Fimmtudagur, 07 Mars 2013 15:20

Íslandsmeistaramót í áhaldafimleikum

Um helgina 9-10.mars mun Íslandsmeistaramót í áhaldafimleikum fara fram í Versölum, húsnæði fimleikafélagsins Gerplu í Kópavogi. Allt okkar besta fimleikafólk hefur skráð sig til keppni og ljóst að hörð barátta verður um meistaratitlana. Allir Íslandsmeistararnir frá því í fyrra mæta til að verja titla sína, þau Róbert Kristmannsson í karlaflokki,…
Föstudagur, 08 Febrúar 2013 16:40

Búið að ráða landsliðsþjálfara

Gengið hefur verið frá ráðningu landsliðsþjálfara karla, kvenna og í hópfimleikum fyrir árið en sambandið ræður nú landsliðsþjálfara í fyrsta skipti í sögu sambandsins. Mörg verkefni liggja fyrir á árinu og því ljóst að um metnaðarfullt verkefni er að ræða sem miklar vonir eru bundnar við hjá hreyfingunni. Fimleikasambandinu er…
Miðvikudagur, 23 Janúar 2013 14:43

30 ára afmælissýning hjá Stjörnunni

Í tilefni 30 ára afmælis fimleikadeildar Stjörnunnar verður haldin glæsileg sýning í Ásgarði nk. sunnudag, 27. janúar kl. 15. Á sýningunni verður ævintýrið Snædrottningin eftir HC Andersen sýnt að hætti fimleika og á sýningin að höfða til allrar fjölskyldunnar. Forsala miða verður í Ásgarði alla daga frá 17-19 til og…
Námskeið í áhaldafimleikum kvenna í þjálfun og uppbygging æfinga á jafnvægisslá og gólfi. Farið verður í grunnþætti þjálfunar, upphitun, kóreógrafíu, hopp og píróetta sem og kennslu á flóknum æfingum á þessum áhöldum. Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt. Kennari verður Carol-Angela Orchard frá Kanda. Hún var landsliðsþjálfari Kanda í 30…
Mánudagur, 21 Janúar 2013 15:15

Evrópumót í Hópfimleikum á Íslandi 2014

Evrópumótið í Hópfimleikum verður haldið á Íslandi haustið 2014. Fimleikasamband Íslands hefur fengið það staðfest frá Fimleikasambandi Evrópu, að tilboði okkar um að halda Evrópumót í Hópfimleikum haustið 2014 hefur verið samþykkt. Þetta verður 10 skiptið sem Evrópumótið fer fram, en fyrsta opinbera mótið fór fram 1996 í Finnlandi. Íslensku…
Þriðjudagur, 15 Janúar 2013 12:12

Um 100 á námskeiði dómara í áhaldafimleikum

Um helgina fóru fram dómaranámskeið í áhaldafimleikum karla og kvenna. Um 100 manns voru á sama tíma á fyrirlestrum hjá Fimleikasambandinu í 3 mismununandi sölum hjá ÍSÍ og sáu okkar reyndustu dómarar um fyrirlestrana. Hjá konunum þá voru það Berglind Pétursdóttir og Hlín Bjarnadóttir sem stóðu vaktina og fluttu fyrirlestrana.…
Mánudagur, 14 Janúar 2013 11:27

Andrea Sif Íþróttakona Garðabæjar

Í gær, sunnudaginn 13.janúar, fór fram val á íþróttafólki Garðabæjar og var Andrea Sif Pétursdóttir fimleikakona úr Stjörnunni útnefnd Íþróttakona Garðabæjar fyrir árið 2012. Í umsögn um Andreu segir m.a. að hún er fimleikastúlka sem setur æfingar og lið sitt framar öllu öðru. Hún er fyrirmynd allra í Stjörnunni, hvort…
Miðvikudagur, 09 Janúar 2013 13:01

Uppskeruhátíð Fimleikasambandsins

Uppskeruhátíð Fimleikasambandsins var haldin í gær, þriðjudaginn 8.janúar, í höfuðstöðum Arionbanka, aðalstyrktaraðila Fimleikasambandsins. Ýmsar viðurkenningar voru veittar fyrir afrek ársins ásamt því að afreks- og starfsmerki voru veitt. Fimleikafólk ársins eru Íris Mist Magnúsdóttir og Róbert Kristmannsson eins og fram hefur komið áður. Íris Mist hefur verið lykilmanneskja í landsliði…
Fimmtudagur, 03 Janúar 2013 14:18

Landsliðsþjálfarar óskast

Fimleikasamband Íslands leitar að landsliðsþjálfurum fyrir árið 2013. Um er að ræða nýjar stöður hjá sambandinu en ekki hefur áður verið ráðið í sambærilegar stöður. Staða þriggja þjálfara er laus, eða sem hér segir:• Landsliðsþjálfari fyrir áhaldafimleika kvenna.• Landsliðsþjálfari fyrir áhaldafimleika karla.• Landsliðsþjálfari fyrir hópfimleika. Verk- og ábyrgðarsvið.• Landsliðsþjálfari er…
Síða 68 af 72