Mánudagur, 09 Desember 2019 14:48

Námskeiðin í janúar

Janúar mánuður er að venju undirlagður í námskeiðahaldi hjá Fimleikasambandinu. Við byrjum strax 4.-5. janúar með þjálfaranámskeið 1B og 2A, 6. janúar fer fram Móttökunámskeið 1 í áhaldafimleikum og helgina þar á eftir fer fram seinni hluti 2B. 

Þjálfaranámskeið 3A, sem hófst með fyrirlestrum Hardy Fink í júní 2018, heldur áfram í janúar og klárast í febrúar. Fimmtudaginn 16. janúar verður Hreiðar Haraldsson með fyrirlestur um frammistöðukvíða og kvíða og stress tengt keppni. Hreiðar er með BS í sálfræði frá Háskóla Íslands og lauk MS námi í íþróttasálfræði frá háskólanum í Lundi 2014. Hreiðar er með bakrunn í handbolta og hefur unnið sem íþróttasálfræðiráðgjafi í fjögur ár. Föstudaginn 17. janúar verður Hermann Þór Haraldsson með verklegan tíma í hlaupaþjálfun fyrir þjálfara. Hermann er íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og hefur stundað frjálsar íþróttir í mörg ár auk þess að þjálfa 6-18 ára krakka í íþróttinni síðast liðin fjögur ár. Námskeiðið klárast 16. febrúar þegar Númi Snær Katrínarson verður með kennslu styrktarþjálfun. Númi er með bakrunn í sundi, en hann var landsliðsmaður í greininni í sjö ár. Hann er fyrrum eigandi CrossFit Nordic í Stokkhólmi og einn af eigendum Grandi 101. Númi er menntaður nuddari og hefur tekið einkaþjálfara, styrktarþjálfara og ketilbjöllu námskeið hjá Eleiko, en hann vinnur í dag með fræðsluteymi Eleiko. Númi var keppandi á Crossfit leikunum 2012 og 2013 og hefur þjálfað Crossfit í 10 ár. 

24.-26. janúar fer fram dómaranámskeið í áhaldafimleikum karla og fyrri hluti dómaranámskeiðs í hópfimleikum, en hópfimleikarnir klára sitt námskeið 31.- 2. febrúar. 

Skráning er opin í þjónustugátt FSÍ á öll námskeiðin.

Hér fyrir neðan má sjá auglýsingar allra námskeiðanna.

Last modified on Mánudagur, 09 Desember 2019 15:41