Meðfylgjandi eru nýjar stökkfimireglur.

 

Við bendum á að frestur til að skrá á Bikarmótið í stökkfimi var þ.a.l. framlengdur, en hann rennur út föstudaginn 28. febrúar kl. 23:59.

 

Hverju var breytt?

 • Stærsta breytingin eru keppnisflokkar. En núna eru keppnisflokkarnir líkt og í hópfimleikum:
  • 5. fl. kvk og mix
  • 4. fl. kvk og mix
  • 3. fl. kvk og mix
  • 2. fl. kvk og mix
  • 1. fl. og mfl. kvk og mix og KK keppir saman
  • KKy
  • KKe

 

 • Special Olympics
  • Bætt var við nýjum flokki “Special Olympics” fyrir þá keppendur sem eiga við námserfiðleika, þroskahamlanir eða aðrar fatlanir að stríða.
  • Einstaklingskeppni ekki liðakeppni.
  • Keppt verður í fyrsta skipti í þessum flokki á Íslandsmótinu í Stökkfimi sem fram fer á Akureyri fyrstu helgina í maí.
  • Þeir sem hafa áhuga á að hefja Special Olympics fimleika (stökkfimi, áhaldafimleika, nútímafimleika) í sínu fimleikafélagi en vantar ráð eða leiðbeiningar geta haft beint samband við undirritaða à This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

 • Aðrar breytingar
  • Veitt verðlaun á einstökum áhöldum, þó að hámarki 1.-3. sæti
  • Boðið að keppa í A- deild og B- deild. En A - deildin ætti að henta flestum og býst ég því ekki við mikilli þátttöku í B deild.

 

** Þetta eru breytingar sem félögin óskuðu eftir.

 

 

Ef þið hafið einhverjar spurningar varðandi stökkfimina allmennt þá getið þið haft samband við hann Ragnar Magnús à This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Í viðhengi er uppfært skipulag fyrir Bikarmót unglinga, sem fer fram 14. - 15. mars næstkomandi. Þar bættust við lið í 4. flokki og 3. flokki, auk þess sem nöfnin á 3. flokks hlutunum voru lagfærð og heita nú réttum nöfnum. Þá breyttist nafnið á liði Aftureldingar í kke+kky hlutanum, þar sem þeir voru skráðir í rangan flokk.

Hér í viðhengi má finna uppfært skipulag fyrir fyrra Bikarmótið, sem fer fram 7. – 8. mars næstkomandi. Þar bættist við eitt lið í 2. flokki og urðu því breytingar á þeim hluta og fyrir vikið seinkar 1. fl + mfl. B hlutanum um 10 mínútur.

Í viðhengi má finna skipulag fyrir Bikarmót unglinga sem fram fer í Aftureldingu dagana 14. - 15. mars.

Í viðhengi er uppfært skipulag á Bikarmóti í hópfimleikum. Breytingar urðu á hluta 3.

Hér í viðhengi má sjá skipulag fyrir Bikarmót í hópfimleikum sem að fram fer í Stjörnunni 7. - 8. mars.

Í viðhengi má finna skipulag Bikarmóts sem fram fer í Ármanni 29. febrúar - 1. mars.

Í viðhengjum má sjá uppfærða nafnalista á Þrepamóti í 1. - 3. þrepi.

Í viðhengi má sjá skipulag fyrir GK mótið í hópfimleikum sem fram fer á Selfossi laugardaginn 15. febrúar.

Hér í viðhengjum má sjá skipulag og nafnalista fyrir Þrepamót 2 í 4. - 5. þrepi. Mótið fer fram dagana 8. - 9. febrúar í Gerplu.

Síða 2 af 36