Í viðhengi má sjá skipulag og nafnalista fyrir Þrepamót í 1. - 3. þrepi sem fram fer í Björk, Hafnarfirði dagnaa 1. - 2. febrúar 2020.

Fimleikadeild Keflavíkur óskar eftir fimleikaþjálfara og rekstrarstjóra.

 

Hópfimleikaþjálfari óskast

 

Fimleikadeild Aftureldingar óskar eftir þjálfara til að hefja störf sem fyrst.

Við leitum að sjálfstæðum einstaklingi til að þjálfa fyrsta og annan bekk (fædd 2013 og 2012). Einnig vantar dansþjálfara fyrir stúlkur í 4. og 5. flokki (fædd 2009 og 2010).

Viðkomandi þarf að hafa ástríðu fyrir fimleikum og ánægju af því að vinna með börnum og ungu fólki.

Áhugasamir vinsamlegast sendið umsókn með ferilskrá eða fyrirspurnir á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Nánari upplýsingar veitir Selma í síma 770-7470

Janúar mánuður er að venju undirlagður í námskeiðahaldi hjá Fimleikasambandinu. Við byrjum strax 4.-5. janúar með þjálfaranámskeið 1B og 2A, 6. janúar fer fram Móttökunámskeið 1 í áhaldafimleikum og helgina þar á eftir fer fram seinni hluti 2B. 

Þjálfaranámskeið 3A, sem hófst með fyrirlestrum Hardy Fink í júní 2018, heldur áfram í janúar og klárast í febrúar. Fimmtudaginn 16. janúar verður Hreiðar Haraldsson með fyrirlestur um frammistöðukvíða og kvíða og stress tengt keppni. Hreiðar er með BS í sálfræði frá Háskóla Íslands og lauk MS námi í íþróttasálfræði frá háskólanum í Lundi 2014. Hreiðar er með bakrunn í handbolta og hefur unnið sem íþróttasálfræðiráðgjafi í fjögur ár. Föstudaginn 17. janúar verður Hermann Þór Haraldsson með verklegan tíma í hlaupaþjálfun fyrir þjálfara. Hermann er íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og hefur stundað frjálsar íþróttir í mörg ár auk þess að þjálfa 6-18 ára krakka í íþróttinni síðast liðin fjögur ár. Námskeiðið klárast 16. febrúar þegar Númi Snær Katrínarson verður með kennslu styrktarþjálfun. Númi er með bakrunn í sundi, en hann var landsliðsmaður í greininni í sjö ár. Hann er fyrrum eigandi CrossFit Nordic í Stokkhólmi og einn af eigendum Grandi 101. Númi er menntaður nuddari og hefur tekið einkaþjálfara, styrktarþjálfara og ketilbjöllu námskeið hjá Eleiko, en hann vinnur í dag með fræðsluteymi Eleiko. Númi var keppandi á Crossfit leikunum 2012 og 2013 og hefur þjálfað Crossfit í 10 ár. 

24.-26. janúar fer fram dómaranámskeið í áhaldafimleikum karla og fyrri hluti dómaranámskeiðs í hópfimleikum, en hópfimleikarnir klára sitt námskeið 31.- 2. febrúar. 

Skráning er opin í þjónustugátt FSÍ á öll námskeiðin.

Hér fyrir neðan má sjá auglýsingar allra námskeiðanna.

Hér í viðhengi má sjá uppfært skipulag á Haustmóti 2 í Hópfimleikum.

Hér fyrir neðan má sjá uppfært skipulag fyrir Haustmót 2 í hópfimleikum sem fer fram á Selfossi 23.-24. nóvember.

Hér fyrir neðan má sjá skipulag fyrir Haustmót 2 sem fram fer á Selfossi dagana 23. - 24. nóvember.

Hér fyrir neðan má sjá skipulag fyrir Haustmót í hópfimleikum sem fram fer í Stjörnunni (Ásgarði í Garðabæ).

Síða 3 af 36