Meðfylgjandi er hópaskipting og keppnisröð fyrir Íslandsmótið í Stökkfimi sem haldið verður 23-24.nóvember næstkomandi í íþróttahúsinu Dalhúsum, í umsjón fimleikadeildar Fjölnis.  Eins og fram hér að neðan, þá höfum við skipt nokkrum stúlkuflokkum upp vegna fjölda keppenda en að sama skapi sameinað flokka hjá drengjum.  

Við viljum vekja athygli á því að í Móta- og keppnsireglum FSÍ, kemur fram að „Stökkfimi veita eignabikar fyrir 1.sæti samanlagðan árangur í öllum aldursflokkum, í A-flokki.“ , þar sem Móta- og keppnisreglur ná lengra en keppnisstigi í Stökkfimi, það á eftir að uppfærakeppnisstigann í samræmi við þetta.  Af þeim sökum er einungis veittur eignabikar í A-flokkum í Stökkfimi, en verðlaun í öllum flokkum, eins og reglur segja til um.  

Við vekjum athygli á að búið er að skipta upp 4 stúlkuhópum vegna mikils fjölda þátttakenda, en um leið þá er búið að sameina drengjahópana vegna keppendafjölda.

Hér er ný skipting á hópum. 
kvk         9-10 ára A
kvk         9 ára B
kvk         10 ára B
kvk         11-12 ára A
kvk         11 ára B
kvk         12 ára B
kvk         13 ára A
kvk         14 ára A
kvk         13 ára B
kvk         14 ára B
kvk         15-16 ára A
kvk         15-16 ára B
kvk         17+ ára A
kk           11-12 ára A
kk           9-12 ára B
kk           13-16 ára A
kk           13-16 ára B

 

Í viðhengi er að finna skipulag fyrir haustmótið í frjálsum / 1.2.þrepi sem haldið verður á Akureyri 9.nóvember í umsjón Fimleikafélags Akureyrar. 

ATHUGIÐ, skjalið var uppfært 5.nóv kl.12:00.

Hluti 1
1.þrep kvk, 2.þrep kvk
2.þrep kk, frjálsar kk
Mæting kl.08:00, keppni hefst kl.09:40, mótslok kl.12:30.

Hluti 2
Frjálsar kvk
1.þrep kk
Mæting kl.12:30, keppni hefst kl.14:20, mótslok kl.16:30.

 

Haustmót í hópfimleikum verður haldið laugardaginn 16.nóvember næstkomandi í Versölum, Kópavogi, í umsjón Gerplu.

Mótshluti 1
-4.flokkur, almenn upphitun k.09:00, keppni hefst kl.10:30, mótslok kl.12:00

Mótshluti 2
-3.flokkur, almenn upphitun k.12:10, keppni hefst kl.14:00, mótslok kl.16:00

Mótshluti 3
-2.flokkur og drengir eldri, drengir yngri, 
almenn upphitun kl.16:10, keppni hefst kl.18:10, mótslok kl.20:10

Haustmótið er hluti af GK-mótaröðinni

Í meðfylgjandi skjali er hægt að sjá skipulagið fyrir mótið. 

Laugardaginn 12. október fer fram opin æfing fyrir keppendur fædda 1997-2001.

Æfingin fer fram í Stjörnunni og hefst kl.14:00 og stendur til kl.18:00

Skipulag æfingar:
Upphitun
Skipt í hópa 
Æft á stöðvum
Teyjur og spjall í lokin

Gott er að iðkendur mæti 10 mínútum fyrir æfingu og verði tilbúnir á gólfinu kl.14:00

Mikilvægt er að félagsþjálfarar mæti með iðkendum á æfinguna og séu tilbúnir í að fá hlutverk á æfingunni.

Góða skemmtun. 

 

Fimmtudaginn 10. Október fer fram kynningarfundur, á vegum TKV, um íslenska fimleikastigann í D sal ÍsÍ kl 19:30.  

Sjá nánar í viðhengi.

Meðfylgjandi er skipulag og hópaskipting fyrir haustmótið í þrepum, sem haldið verður á Akureyri, í umsjón FIMAK, 26-27.október. 

Fimleikasambandið hefur ákveðið að fella niður fyrirtækjamótið í áhaldafimleikum sem áætlað var 19.október næstkomandi.  Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, þá fékkst ekki neinn mótshaldari fyrir þetta mót og því fellur það niður. 

Dómaranámskeið í áhaldafimleikum karla ( sambandsdómarar)

Tækninefnd karla í áhaldafimleikum hefur ákveðið að halda auka námskeið til sambandsdómara. 

Námskeiðið verður haldið með breyttu sniði að þessu sinni og fer kennslan fram að kvöldi til. Við hvetjum sem flesta til að skrá sig. 

Fer það fram daganna 16. – 23. Október. Nánari upplýsingar er að finna í meðfylgjandi dagskrá.

Skráning fer fram á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  fyrir 10. Október. Skila þarf inn nafni, kennitölu og nafni greiðenda við skráningu. 

Námskeiðsgjald er 12.000. Skráning er bindandi.

 

 

Á döfinni eru tvö móttökunámskeið í Hópfimleikum.  

Móttökunámskeið 1 í hópfimleikum fer fram laugardaginn 19. Október kl 14:30 – 19:00.Skráning fer fram á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og þarf að fylgja skráningu: nafn, kennitala, félag og nafn greiðanda. Skráning skal berast ekki seinna en 15. október. Skráning er bindandi. 

Móttökunámskeið 2 í hópfimleikum fer fram laugardaginn 2. nóvember kl 14:30 – 19:00 í Stjörnunni. Skráning fer fram á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og þarf að fylgja skráningu: nafn, kennitala, félag og nafn greiðanda. Skráning þarf að berast ekki seinna en þriðjudaginn 29. október. Skráning er bindandi. 

Allar nánari upplýsingar er að finna í viðhengjum. 

UPPFÆRT.  Sérgreinahluti 1B á Akureyri verður 12-13.október. 

Á döfinni eru tvö sérgreinanámskeið, sérgreinahluti 1A á Egilsstöðum 21-22.sept og sérgreinahluti 1B á Akureyri 12-13.október.

Allar frekari upplýsingar er að finna í viðhengjum.  Skráningar skulu berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., fyrir 19.september fyrir sérgreinahluta 1A, en fyrir 4.október fyrir sérgreinahluta 1B. 

Allar frekari upplýsingar um námskeiðið veitir Íris Svavarsdóttir, sviðsstjóri fræðslu- og mótamála. 

Athugið að skráning á námskeiðin er bindandi.

Síða 34 af 36