Hér má sjá skipulag fyrir Íslandsmótið í Stökkfimi sem fram fer laugardaginn 4. maí. Mótið er haldið af Fimleikadeild Hamars og fer það fram í Hamarshöllinni - Vorsabæjavöllum.

Þjálfaranámskeið 1A fer fram í Vestmannaeyjum dagana 18.-19. maí. Hér fyrir neðan má sjá auglýsingu námskeiðsins.

Hér í viðhengi má finna skipulag fyrir Íslandsmót unglinga sem fram fer helgina 27. - 28. apríl í Digranesi, í umsjón Gerplu.

 

 

Hér í viðhengi má sjá skipulag fyrir Íslandsmótið í hópfimleikum sem fram fer í Stjörnunni miðvikudaginn 17. apríl.

 

 

Hér í viðhengi má finna skipulag fyrir Íslandsmót í þrepum sem fram fer laugardaginn 30. mars í Versölum í umsjón Gerplu.

 

Landsliðsþjálfari Breta í áhaldafimleikum karla er væntanlegur til landsins dagana 24.-28. apríl. Barry Collie er á meðal reynslumestu þjálfara í heiminum í dag og hefur unnið til fjölda verðlauna á stórmótum með bæði unglinga og karlalið Bretlands. Dagskrá námskeiðsins er enn í vinnslu en þetta er einstakt tækifæri til að læra af einum færasta þjálfara heims í dag.

Opið er fyrir skráningu í þjónustugátt FSÍ og lokast skráning mánudaginn 15. apríl kl. 23:59.

Hér fyrir neðan má sjá auglýsingu námskeiðsins.

Hér má sjá skipulagið fyrir Bikarmótið í Stökkfimi. Mótið fer fram laugardaginn 23. mars á Egilsstöðum í umsjón Fimleikadeildar Hattar.

Þessi glæsilegi hópur lauk þjálfaranámskeiði 1B á Egilsstöðum síðast liðna helgi. Við þökkum þjálfurunum fyrir þátttökuna á námskeiðinu og vonum að það nýtist þeim í kennslu ungra fimleikabarna á Egilsstöðum.

Kennarar á námskeiðinu voru Aníta Líf Aradóttir, Fanney Magnúsdóttir og Sæunn Viggósdóttir, Fimleikasambandið þakkar þeim fyrir sína vinnu.

Móttaka 1 í áhaldafimleikum var haldið í fyrsta skipti um miðjan febrúar. Þar mættu 12 þjálfarar og lærðu grunnmóttökur í fimleikum, námskeiðinu lýkur með móttökuprófi í apríl. Fimleikasambandið þakkar Gerplu fyrir lánið á húsnæði og István Oláh (Karak) fyrir kennsluna.

 

 

Hér í viðhengi má sjá skipulag fyrir Bikarmót í 3. - 1. þrepi og frjálsum æfinum.

Mótið fer fram í Fjölni dagana 2. - 3. mars 2019.

 

Hér í viðhengjum má finna skipulag fyrir Bikarmót í 4. - 5. þrepi.

 

Drengja hlutinn fer fram í Bjök og stúlku hlutinn fer fram í Stjörnunni.

Síða 6 af 36