ATH - Uppfært 18.2.2019

Hér í viðhengi má sjá skipulag fyrir Bikarmót Unglinga en mótið fer fram í Íþróttahúsinu við Vallarskóla á Selfossi daganna 2. - 3. mars.

 

Hér í viðhengjum má sjá skipulag og hópalista fyrir Þrepamót 3. Mótið fer fram daganna 9. - 10. febrúar og mótshaldari er Fjölnir.

 

Hér í viðhengi má sjá skipulag fyrir WOW Bikarmótið sem fram fer í íþróttahúsinu Iðu, Selfossi helgina 23. - 24. febrúar.

 

Hér í viðhengi má sjá skipulag fyrir Þrepamót 2. En þar er keppt í 4. þrepi kvenna og 4. og 5. þrepi karla.

Mótið fer fram í Laugardalshöll og er haldið af Ármanni og Fylki.

 

 

Hér í viðhengi má sjá skipulag fyrir Þrepamót 1 - En mótið fer fram í Björk daganna 26. - 27. janúar

Helgina 9.-10. mars fer fram þjálfaranámskeið 1B á Egilsstöðum. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa lokið sérgreinanámskeiði 1A. Skráning er opin í þjónustugátt FSÍ og lokast þriðjudaginn 26. febrúar.

Hér fyrir neðan má sjá auglýsingu námskeiðsins.

Námskeið janúarmánaðar hafa verið mjög vel sótt. Við byrjuðum strax fyrstu helgina í janúar með kóreógrafíunámskeið í hópfimleikum, dagana 12.-13. janúar voru á dagskránni þjálfaranámskeið 1B og 2A og núna síðast liðna helgi 19.-20. janúar fór fram nýtt þjálfaranámskeið 2C. 

Við viljum þakka kennurum námskeiðanna kærlega fyrir þeirra vinnu, en að þessum fjórum námskeiðum komu eftirfarandi aðilar:

Anders Frisk, Anna Sóley Jensdóttir, Alek Ramezanpour, Fanney Magnúsdóttir, Guðmundur Þór Brynjólfsson, Henrik Pilgaard, Hildur Ketilsdóttir, Hlín Bjarnadóttir, Íris Mist Magnúsdóttir, Jimmy Ekstedt, Katrín Pétursdóttir, Ragnar Magnús Þorsteinsson, Sandra Dögg Árnadóttir, Sif Pálsdóttir, Stefán H. Stefánsson, Þorgeir Ívarsson og Þórdís Ólafsdóttir.

Einnig þökkum við félögunum fyrir lán á húsnæði, Afturelding, Ármann, Fjölnir, Fylkir, Gerpla, Grótta og Stjarnan.

Næsta námskeið er nýtt námskeið í móttöku fyrir áhaldafimleika, en það fer fram sunnudaginn 17. janúar og er skráning opin í þjónustugátt FSí.

Sunnudaginn 17. febrúar fer fram nýtt námskeið, Móttaka 1 í áhaldafimleikum. Á námskeiðinu verður farið í móttökur á helstu grunnæfingum á öllum áhöldum kvenna og karla.

Opið er fyrir skráningu í þjónustugátt FSÍ.

Hér fyrir neðan má sjá auglýsingu námskeiðsins.

Síðast liðna helgi fór fram kóreógrafíu námskeið í hópfimleikum með Anders Frisk.

Námskeiðið sóttu 35 þjálfarar frá 12 félögum.

Farið var um víðan völl á námskeiðinu og voru þjálfararnir mjög ánægðir með hvernig til tóks. Við þökkum Anders kærlega fyrir að gefa sér tíma í að koma til okkar og halda þetta námskeið. 

Það er nóg um að vera í námskeiðahaldi í janúar. Við byrjum á Kóreógrafíunámskeiði með Anders Frisk 4.-6. janúar, 12.-13. janúar eru á dagskrá sérgreinanámskeið 1B og 2A. Helgina 19.-20. janúar er nýtt sérgreinanámskeið 2C, það námskeið er opið þar sem hægt er að taka einn (eða fleiri) hluta í endurmenntun/upprifjun.

Auglýsingar námskeiðanna fylgja hér með fyrir neðan.

Síða 7 af 36