Ferðareglur FSÍ

Reglur um ferðir á vegum FSÍ

Keppendur, fararstjórar, flokksstjórar, þjálfarar og dómarar skulu ávallt vera til fyrir¬myndar um alla framkomu í ferðum á vegum FSÍ og sýna hæversku og reglusemi á leikvangi og utan.  Á ferðalagi sameinast allir í að vinna að velferð hópsins, góðri ímynd, liðsheild og velgengni.  Agabrot leiða til ferðabanns eftir nánari ákvörðun stjórnar FSÍ. 

Fararstjóri:

 • Fararstjóri fer með æðsta vald og ábyrgð meðan á ferð stendur og er ábyrgur gagnvart stjórn FSÍ. Hann kemur fram fyrir hönd hópsins og þarf því að tala íslensku og ensku eða það mál sem talað er í viðkomandi landi. 
 • Fararstjóri skal skipaður svo snemma sem auðið er, gjarnan að hausti um leið og tekin er sú ákvörðun að senda keppendur á ákveðið mót. 
 • Fararstjóri fylgist með undirbúningi  ferðar í samráði við landsliðsþjálfara,  dómara og skrifstofu FSÍ  s.s bókun á flugi, rútu eða lestarferðum. 
 • Fararstjóra ber að halda fund með keppendum og aðstandendum þeirra, svo fljótt sem auðið er eftir að ákvörðun hefur verið tekin.  Þar er farið yfir undirbúning fyrir mótið, reglur mótsins, ferðareglur ÍSÍ/FSÍ og lyfjamál.  Fararstjóri nýtur aðstoðar stjórnar FSÍ og tækninefnda við slíka fundi.  Ef ekki liggja fyrir ákvarðanir um endanlegan hóp þátttakenda skulu allir sem til greina koma boðaðir á slíkan fund. 
 • Fararstjóri ásamt þjálfara fer yfir búningamálin, hvort allir séu með réttan landsliðsgalla og keppnisbúninga.  
 • Fararstjóri vinnur í samráði við þjálfara, sem sjá um allan faglegan grunn. 
 • Fararstjóri sér um að innrita hópinn í flug og á gististað.  Hann situr fararstjórafundi á mótsstað og kemur upplýsingum til þjálfara og keppenda. 
 • Fararstjóri mætir á æfingar hópanna, eftir því sem við verður komið. 
 • Fararstjóri er tengiliður þjálfara við mótstjórn. 
 • Fararstjóri kemur úrslitum og öðrum upplýsingum til skrifstofu FSÍ, þannig að hægt sé sem fyrst að koma þeim í fjölmiðla.  
 • Fararstjóri fær afhenta sjúkratösku, íslenska fánann og þjóðsöng.  Þessu ber að skila innan viku eftir heimkomu. 
 • Fararstjóri sér um að afhenda gjöf í lokahófi og þakka fyrir, fyrir hönd hópsins þar sem það á við. 
 • Fararstjóri skal skila skýrslu um ferðina til FSÍ eigi síðar en 15 dögum eftir heimkomu.   
 • Fararstjóri sinnir öðrum störfum sem tengast velferð, góðri ímynd, liðsheild og  þátttöku hópsins í viðkomandi ferð. 
 • Fararstjóra er heimilt að senda heim þátttakendur og/eða fylgdarmenn ef þeir hafa, að hans mati, brotið verulega gegn reglum þessum. 
 • Krefjist stærð hópsins þess, skipar stjórn FSÍ aðstoðafararstjóra.  Þá er heimilt að notast við aðra starfsmenn  FSÍ í ferðinni s.s. dómara og þjálfara.


Þjálfarar:

 • Þjálfarar annast alla faglega þátt sem tengjast keppendum og keppninni sjálfri. Kynna keppendum skipulag keppni og æfinga og sjá til þess að þeir séu stundvísir. Þeir leita til fararstjóra ef þörf krefur.
 • Þjálfarar skuli ávalt vinna í samráði við fararstjóra, sem hefur lokaorðið ef kemur upp ágreiningur.  
 • Þjálfari ber ásamt fararstjóra, ábyrgð á keppendum utan vallar sem innan, á ferðalagi sem dvalarstað.  Saman skipuleggja þeir matartíma, frjálsan tíma, ferðalög og annað.  
 • Þjálfari yfirfer búninga keppenda með góðum fyrirvara. 
 • Þjálfarar skulu í framkomu sinni og athöfnum vera góð fyrirmynd keppendum. 
 • FSÍ getur óskað eftir að þjálfarar skili ferðaskýrslu eftir að heim er komið.


Keppendur:

 • Keppendur skulu ávallt sýna íþróttamannslega framkomu jafnt utan sem innan keppnisstaðar. 
 • Keppendur skulu lúta þeim reglum sem farastjórn og þjálfarar setja enda tengjast þær því að skapa góða ímynd, ná árangri og efla liðsheild. 
 • Keppendur tilkynna landsliðsþjálfara um nauðsynlega lyfjanotkun, s.s. notkun asmalyfja, með góðum fyrirvara, svo hægt sé að ganga frá nauðsynlegum vottorðum. 
 • Keppendur bera ábyrgð fyrir sitt leiti að landsliðsbúningar og keppnisföt séu í lagi. Hann skal vinna að því með fararstjóra og þjálfara. 
 • Keppendur geta aldrei yfirgefið mótsstað eða hótel án leyfis þjálfara og fararstjóra.


Dómarar:

 • Dómarar skulu með framkomu sinni og athöfnum skapa góða ímynd útávið. 
 • Dómarar sem sendir eru á mót á vegum FSÍ, aðstoða þjálfara og fararstjóra  með hópinn.


Foreldrar:

 • Foreldrar og aðrir gestir eru ekki á ábyrgð FSÍ. 
 • Ferðist þeir með hóp FSÍ, gilda um þá sömu reglur um hæversku og reglusemi sem aðra farþega. 
 • Foreldrar og aðrir skulu ekki gista á sama stað og keppendur, nema sérstaklega sé frá því gengið fyrir ferð við FSÍ. 
 • Foreldrar geta ekki tekið börn sín úr hópnum, nema í samráði við þjálfara og fararstjóra.