Reglugerðir FSÍ

 

Starfsreglur
 FIMLEIKASAMBANDS ÍSLANDS

Starfsreglur  F.S.Í. innihalda reglur um störf nefnda og jafnframt reglur hvað varðar útfærslu á ýmsum atriðum í sambandi við störf Fimleikasambandsins svo sem félagaskipti o.fl.

Starfsreglur fyrir Tækninefnd Fimleikasambands Íslands ásamt viðauka „Verkferlar varðandi landsliðsval í áhaldafimleikum.“

Umboð

1. gr.

Tækninefnd starfar í umboði stjórnar samkvæmt lögum og reglum sambandsins. Tækninefndir hafa ekki sérstakan fjárhag eða ákvörðunarvald og er þeim óheimilt að stofna til útgjalda eða skuldbinda sambandið fjárhagslega. Fulltrúar  í tækninefnd vinna sem sjálfboðaliðar í nefndinni og þiggja ekki greiðslur fyrir.

Verksvið

2. gr.

Tækninefnd mótar stefnu FSÍ í þeirri grein sem falla undir starfsvið þeirra, leggur grunn að jákvæðri ímynd fimleika og stuðlar að bættum árangri iðkenda.

Þá fer nefndin með önnur þau verkefni sem stjórn FSÍ felur henni.

3. gr.

Til þess að vinna að markmiðum skv. 2. gr. hefur tækninefnd m.a. með höndum eftirtalin verkefni:

 

•Gerir tillögur til stjórnar um stefnu Fimleikasambands Íslands í greininni.  

•Vinnur markvisst að því að fjölga íslenskum  dómurum og auka við menntun þeirra.

•Menntar dómara og hefur umsjón með starfsemi dómara í samræmi við tæknilegar reglugerðir, Code of points og aðrar reglugerðir sem störf þeirra kunna að falla undir.

•Er stjórn FSÍ til ráðgjafar um keppnisgrein/sýningargrein, þróun hennar og stefnumótum innanlands sem utan.

•Endurskoðar og endurmetur íslenska fimleikastigann/landsreglur/sýningarreglur/ og keppnisreglur þegar við á og leggur tillögur til stjórnar þar um til samþykktar. 

•Endurskoðar og endurmetur móta- og keppnisreglur FSÍ og hefur eftirlit með að FSÍ mót séu framkvæmd samkvæmt þeim. 

•Undirbýr FSÍ mót hvað viðkemur tæknilegri framkvæmd í samstarfi við mótshaldara og skrifstofu.

•Ákveður keppnisform og innihald FSÍ móta og leggur fyrir stjórn til samþykktar, eigi síðar en 1. júní ár hvert.

•Ákveður og leggur fram kröfur og lágmörk fyrir mót ár fram í tímann eigi síðar en 1. júní ár hvert.

•Hefur eftirlit með að áhöld og umgjörð keppni lúti þeim alþjóðlegu kröfum sem gerðar eru.

•Skipar tvo fulltrúa í undirnefnd, sem eru landsliðsþjálfara til ráðgjafar um val á keppendum í landslið, sbr. verkferlar varðandi landsliðsval í áhaldafimleikum.

 

Ágreiningi um hvort tiltekið erindi falli undir verksvið tækninefnda ber að vísa til stjórnar.

Skipan

4. gr.

Tækninefnd er skipuð fimm fulltrúum; alþjóðlegum dómurum eða landsdómurum ef þess er nokkur kostur. Leitast skal við að formaður sé alþjóðlegur dómari sé þess kostur. Formaður skal kosinn á þingi FSÍ og fjórir fulltrúar skipaðir af stjórn FSÍ í samráði við formann tækninefndar. 

Starfstímabil nefndarinnar er hið sama og stjórnar.

Stjórnarmönnum er heimilt að sitja fundi tækninefnda með málfrelsi og tillögurétt.

Nefndin getur boðað til fundar einstaka starfsmenn og eða sjálfboðaliða FSÍ, sem og aðra þá sem það telur þörf á hverju sinni.

Tækninefndir geta  í sérstökum tilfellum skipað vinnuhópa um afmörkuð og tímabundin verkefni. Slíkum hópum skal setja erindisbréf þar sem skilgreind eru helstu verkefni og starfinu sett tímamörk. Tilkynna skal um skipan allra vinnuhópa til stjórnar.

Verkstjórn og verkaskipting

5. gr.

Formaður tækninefndar er í forsvari fyrir nefndina og hefur ásamt öðrum fulltrúum í nefndinni eftirlit með framkvæmd mótaðrar stefnu á verksviði nefndarinnar. Framkvæmdarstjóri FSÍ ber ábyrgð á framkvæmd ákvarðana og rekstrinefndarinnar.

Boðun funda og fundarsköp

6. gr.

Formaður tækninefndar stýrir fundi, eða úthlutar til annars nefndarmeðlims. Formaður ákveður dagskrá hvers fundar og skal hver nefndarmaður eiga rétt á því að mál verði tekin fyrir á fundi nefndar enda ber hann fram ósk þar að lútandi innan hæfilegs frests áður en fundarboð er sent til nefndamanna.

Tækninefnd skal koma saman eins oft og þurfa þykir, en að jafnaði eigi sjaldnar en hvern mánuð. Skrifstofa FSÍ annast útsendingu fundarboðs í samráði við formann nefnda og skal dagskrá fylgja fundarboði. Fella má niður fundi í allt að tvo mánuði að sumarlagi.

Dagskrá skal að jafnaði ákveða að hausti og senda meðlimum og framkvæmdastjóra með rafpósti. Þó er leyfilegt, ef aðstæður krefjast þess, að boða aukafund með allt að sólarhrings fyrirvara. Útbúa skal sérstakt fundarboð og tryggt að allir meðlimir nefndarinnar og framkvæmdastjóri hafi vitneskju um fundinn. 

Falli reglulegur fundur tækninefndar niður skal tilkynna nefndarmönnum og framkvæmdastjóra það sérstaklega á sama hátt og gildir um fundarboð.

Dagskrá reglulegra funda skal vera samkvæmt starfsáætlun og skal hún vera aðgengileg á heimasíðu FSÍ eins fljótt og auðið er og að jafnaði eigi síðar en síðdegis daginn fyrir fund. Til aukafundar, utan reglulegs fundatíma, skal boða með dagskrá. 

Fundaskipulag og ritun fundargerða

7. gr.

Ritari er ábyrgur fyrir fundargerðabók tækninefnda, ritar fundargerðir og sendir afrit  til nefndarmanna og framkvæmdastjóra eigi síðar en viku eftir nefndarfundi. Ritari skal senda nefndarálit og erindi nefnda til stjórnar á framkvæmdastjóra strax að loknum nefndarfundi en eigi síðar en viku eftir fund. Fundargerðir tækninefnda skulu birtar á heimasíðu FSÍ þegar þær berast framkvæmdastjóra en eigi síðar en viku eftir næsta fund stjórnar.

Tækninefnd skal halda fundargerð um það sem fram fer á nefndarfundum og skulu þær undirritaðar af þeim sem hann sitja. Bókanir í fundargerðir skulu a.m.k. bera með sér eftirfarandi:

•Fundartíma og fundarstað 

•Hvaða nefndarmenn eru mættir 

•Hver stýrir fundi 

•Hver ritar fundargerð 

•Dagskrá fundarins 

•Stuttur útdráttur úr umræðum 

•Allar ákvarðanir sem teknar eru á nefndarfundi skulu færðar til bókar 

•Ákvörðun um næsta nefndarfund ef hún liggur fyrir í lok fundar. 

Nefndarmenn eiga rétt á að fá bókaða stutta lýsingu um afstöðu sína til ákvarðana sem teknar eru á nefndarfundum.

Fundargerð skal upplesin og staðfest í lok fundar.  Ef nefndarmenn vilja gera athugasemdir við fundargerð er þeim heimilt að fá bókaðar athugasemdir sínar.  Endanleg fundargerð skal upplesin og staðfest í lok fundar. 

Nefndarfundur skal að jafnaði haldinn fyrir luktum dyrum. Óheimilt er að greina opinberlega frá ummælum sem fram koma hjá einstökum fundarmönnum. Þagnarskylda helst þó nefndarmaður láti af nefndarstarfi. 

Formanni er heimilt, með samþykki nefndar, að boða gesti á nefndarfund ef nauðsynlegt er vegna afgreiðslu einstakra dagskrárliða. Formaður skal kynna gestum starfshætti nefndarinnar hvað varðar þagnarskyldu.

Sérstakt hæfi

8. gr.

Nefndarmenn skulu víkja sæti ef fjallað er um málefni sem valda því að draga megi óhlutdrægni þeirra með réttu í efa. Skulu nefndarmenn þá ætíð víkja af fundi meðan umræða og afgreiðsla málsins stendur og  skal þess getið með skýrum hætti í fundargerð.

 

Viðauki:

Verkferlar varðandi landsliðsval í áhaldafimleikum.

 

Landsliðsþjálfarar velja liðið í samráði við alþjóðlega dómara í undirnefnd TKV og TK. 

Landsliðsþjálfarar kanna stöðu keppanda hjá félagsþjálfara.

Landsliðsþjálfarar senda ákvörðun sína til TKV og TK til upplýsinga. 

Landsliðsþjálfarar tilkynna ákvörðun sína, ásamt varamönnum til sviðsstjóra landsliðsmála.

Sviðsstjóri sendir valið inn til stjórnar til samþykktar. 

 

 

Þegar samþykki er komið frá stjórn Fimleikasambandsins er valið birt á heimasíðu sambandsins, leitast skal við að það komi inn að morgni dags.

 

Valið er trúnaðarmál þangað til það hefur verið birt á síðu Fimleikasambandsins. 

 

Starfslýsing fræðslunefndar.

Fræðslunefnd skal skipuð aðilum með staðgóða menntun á þjálfun fimleika.

 

Starfssvið nefndarinnar:
1. Sér um uppbyggingu, þróun og námskeiðahald á sérgreinahlutum FSÍ þjálfaranámskeiðum á grunn- og efri stigum fimleika.
2. Er hluti af þjálfaramenntunarkerfi ÍSÍ og fylgir nefndin þróun ÍSÍ á því kerfi frá 1998.
3. Sér um þjálfaranámskeið utan þjálfarakerfis ÍSÍ og sérsambandana þ.e. styttri sérhæfð námskeið sem lúta að fimleikaþjálfun.
4. Sér um fræðslu um ýmis málefni sem koma að fimleikum fyrir þjálfara, stjórnarfólk, foreldra og iðkendur.
5. Sér um að halda málþing í samvinnu við stjórn og eða tækninefndir FSÍ um málefni/málaflokka sem tengjast fimleikahreyfingunni.
6. Kemur að kynningu og útbreiðslu fimleika hérlendis í samvinnu við stjórn, tækninefndir FSÍ og eða aðildarfélög FSÍ.

 
7. gr.
Starfssvið fjármálanefndar er:

a) Leita nýrra fjáröflunarleiða og stuðla að framkvæmd þeirra.
b) Gera tillögu um betri nýtingu og nýrra tekjuleiða F.S.Í.
c) Leggja fram tillögu um fjáröflun hvert starfstímabil.
d) Undirbúa raunhæfa fjárhagsáætlun fyrir F.S.Í sem gjaldkeri leggur fram á þingi sambandsins. Í fjárhagsáætlun skal koma fram skipting fjármagns milli nefnda.
e) Einn nefndarmanna skal vera í stjórn F.S.Í.
 

8. gr.
Starfssvið laga- og reglugerðarnefndar er:

a) Að vera ráðgefandi aðili fyrir fimleikahreyfinguna hvað varðar lög og reglugerðir.
b) Að vinna milli þinga að endurskoðun og breytingum á lögum og reglugerðum
 F.S.Í. samkvæmt samþykktum og tilmælum frá þingum, sambandsfundum
 og stjórn sambandsins.
c) Fylgjast með breytingum á lögum og reglugerðum hjá F.I.G., U.E.G.
      
      

9. gr.
Starfssvið kjörnefndar er:

a) Kjörnefnd skal skipuð 3 aðilum. Skal hún skipuð þrem mánuðum fyrir þing. Stjórn FSÍ sér um skipun þeirra.
b) Nefndin sér um að finna hæft fólk til að starfa í stjórn og nefndum F.S.Í.
c) Hafa samband við aðila sambandsins og fá frá þeim tillögur um fólk til
 að starfa innan F.S.Í.
d) Nefndin skilar tilnefningu að uppstillingu, stjórnar og allra nefnda FSÍ, tveim vikum fyrir þing.

 

10. gr.
Uppbygging menntunar dómara í áhaldafimleikum karla.

FLOKKUR KRÖFUR RÉTTINDI
E Aðstoðar-dómari

 

15 ára eða eldri
Taka þátt í dómaranámskeiði. Þeir sem ekki standast E-dómarapróf.[1] eða eru yngri en 16 ára[2], fá E-aðstoðardómarapróf FSÍ mót: - Í Íslenska fimleiksastiganum án þess að þeirra E-einkunn telji með í lokaeinkunn.

 

Millifélaga- og innanfélagsmót: - Í 3.-4.-5. og 6. þrepi Ísl. fimleikasti.
E 3 dómari

 

16 ára eða eldri
Dómaranámskeið/próf verklegt (60%) og bóklegt (50%). FSÍ mót: - Í íslenska fimleikastiganum sem E dómari í 3., 4. og 5. þrepi
E 2 dómari

 

16 ára eða eldri
Dómaranámskeið/próf verklegt (65%) og bóklegt (65%). Kynna sér Íslenska Fimleikastigann. FSÍ mót: - Í íslenska fimleikastiganum sem E dómari og D dómari í 3.,4., og 5. þrepi
E 1 dómari

 

18 ára eða eldri
Dómaranámskeið/próf (65%)[1] Dæmt minnst 2 mót á ári. Verið E2/ E3 dómari í minnst 2 ár eða verið dómari áður. [3] FSÍ mót: - Í frjálsum æfingum. sem E dómari.

 

- Í íslenska fimleikastiganum sem E dómari og D dómari í 3.,4., og 5. þrepi.
D 2 dómari

 

19 ára eða eldri
Dómaranámskeið/próf (65%).[1] Dæmt minnst 2 mót á ári.[4] Verið E1 dómari amk. 1 ár. FSÍ mót: - Í frjálsum æfingum. sem E dómari eða D 2 dómari.

 

- Í Íslenska Fimleikastiganum sem E eða D dómari og yfirdómari.
D 1 dómari

 

20 ára eða eldri
Dómaranámskeið/próf (65%).[1] Dæmt minnst 4 mót á ári.[4] Verið E1 dómari amk. 2 ár. FSÍ mót: - Sem E eða D dómari og yfirdómari.
Alþjóðlegur dómari

 

21 árs eða eldri
Sitja alþjóðlegt dómaranámskeið viðurkennt af FIG og ná prófi samkvæmt útgefnum kröfum FIG í bóklegum og verklegum hluta.[5] Verið virkur D 1 dómari í minnst 1 ár, Dæmt minnst 2 mót á ári sem D dómari. FSÍ mót: - Sem E eða D dómari og yfirdómari.

 

Alþjóðlegt mót

Réttindi og kröfur TK dómara FSÍ:

 

 

11. Uppbygging dómaramenntunar í áhaldafimleikum kvenna.

Réttindi og kröfur TKV dómara FSÍ:

FLOKKUR

KRÖFUR

RÉTTINDI

E 3 / E3*dómari

 

 

(* 16 eða 17 ára)

 

Taka þátt í dómaranámskeiði og standast dómarapróf verklegt (60%) og bóklegt (50%)

Kynna sér Íslenska Fimleikastigann

Lágmarksaldur 16 ára

 

FSÍ mót,

• í frjálsum æfingum sem E dómari
• í íslenska fimleikastiganum sem E dómari
ef í dómaranefnd á áhaldi eru a.m.k. 3 dómarar, eingöngu einn E3 dómari er leyfilegur í dómaranefnd á áhaldi

Innanfélagsmót, Félagamót

E 2 / E2*dómari

 

 

(* 16 eða 17 ára)

Taka þátt í dómaranámskeiði og standast dómarapróf verklegt (65%) og bóklegt (65%)

Kynna sér Íslenskan Fimleikastigann

Lámarksaldur 16 ára

 

FSÍ mót

• í frjálsum æfingum sem E dómari
• í íslenska fimleikastiganum sem E dómari
Innanfélagsmót, Félagamót

mesta lagi einn E2* í dómaranefnd á áhaldi

E 1 dómari

 

Taka þátt í dómaranámskeiði og standast dómarapróf verklegt  (65%) og bóklegt (65%)

Kynna sér Íslenska Fimleikastigann

Dæmt minnst 4  mót á ári

Verið E2/ E3 dómari í minnst 2 ár eða verið dómari áður.

Lágmarksaldur 18 ára

 

FSÍ mót

• í frjálsum æfingum sem E dómari
• Íslenska fimleikastiganum sem E dómari
Innanfélagsmót , Félagamót

Reynslu miklir dómarar geta tekið að sér D dómarahlutverk í neðstu þrepunum Íslenska Fimleikastiganum

D 2 dómari

 

Dómaranámskeið/próf (65%)

Kynna sér Íslenska Fimleikastigann

Verið E1 dómari amk 2 ár

Dæmt minnst 4 mót á ári

Lágmarks aldur 20 ára

 

FSÍ mót

• í frjálsum æf. sem  E dómari og D2 dómari
• í Íslenska  Fimleikastiganum sem E eða D dómari
Innanfélagsmót og önnur Félagamót

D1 dómari

Dómaranámskeið/próf (65%)

Kynna sér Íslenska Fimleikastigann

Verið E1 dómari amk 2 ár

Dæmt minnst 4 mót á ári

Lágmarks aldur 20 ára

 

FSÍ mót

• í frjálsum æfingum sem D eða E dómari
• í Íslenska Fimleikastiganum sem E eða D dómari
Innanfélagsmót og önnur

Félagamót

Alþjóðlegur

Dómari

Verið virkur D1 dómari í minnst 2 ár, Dæmt minnst 4 mót á ári

Lámarksaldur 22 ára

 


11.gr
Kostnaður vegna dómaranámskeiða.

Kostnaður vegna alþjóðadómara námskeiða skiptist á milli F.S.Í og fimleikafélaganna.
Þannig greiðir FSÍ 50% af kostnaði og fimleikafélögin greiða 50% í sama hlutfalli og þjónustugjöld eru greidd.
Lágmarksgjöld vegna kostnaðar eru innheimt fyrir önnur dómaranámskeið.


12. gr
Um félagaskipti gilda eftirfarandi reglur: 

Þeir íþróttamenn sem keppt hafa á mótum FSÍ, á Íslandi, skulu tilkynna félagaskipti  til skrifstofu FSÍ skriflega, á þar til gerðum eyðublöðum og greiða félagaskiptagjald.
Til að félagaskiptin teljist  lögleg þarf  formaður aðalstjórnar eða fimleikadeildar þess félags er íþróttamaðurinn hverfur frá, að staðfesta með undirskrift sinni og stimpli félags að íþróttamaðurinn sé skuldlaus félaginu. 
Sé tilkynningin ekki útfyllt í samræmi við ofanskráð, tillkynnir FSÍ  félaginu sem íþróttamaðurinn óskar eftir að ganga úr um félagaskiptin. Svari félagið  ekki innan 30 daga, teljast félagaskiptin lögleg. 
FSÍ staðfestir  félagaskiptin á tölvupósti og frá hvaða tíma keppandi telst löglegur með nýja félaginu.
 Félagaskipti geta aðeins farið fram tvisvar á ári, frá  1.- 15. janúar og 1.ágúst – 15.september.
Greiðsla til FSÍ fyrir félagaskipti skal vera kr. 1.000,-                                                    

13. gr.
Mótahald F.S.Í. 

a) Einstök mót skulu skiptast reglubundið milli félaga og skal skiptingin miðast við að þau hafi bolmagn til að halda mót af ákveðinni stærðargráðu.
b) Viðkomandi félag / framkvæmdaraðili móts sér um alla framkvæmd mótsins í samstarfi við tækninefndir hvað varðar tæknilega framkvæmd.
c) Skráning í mót skal berast til skrifstofu FSÍ á tölvutæku formi, 4 vikum fyrir mót. Þar skal koma fram nöfn og kennitala þátttakenda og varamanna, (vísað er í móta og keppnisreglur FSÍ).
d) Í sérstökum tilvikum, eigi síðar en 14 dögum fyrir mót, má draga til baka áður tilkynnt nöfn.
e) Mótagjöld skulu berast skrifstofu F.S.Í. 14 dögum fyrir mót.  Berist greiðsla/þátttökutilkynning ekki á tilsettum tíma fær viðkomandi ekki að keppa.
f) Mótagjöld skiptast til helminga á milli FSÍ og mótshaldara. Tekjur af samningsbundnum auglýsingum F.S.Í. og sjónvarpssendingum skulu renna í sjóði F.S.Í. Allar aðrar tekjur af mótahaldi skulu renna til framkvæmdaraðila.
g) Geti félag vegna óviðráðanlegra aðstæðna ekki séð um framkvæmd móts er því hefur verið úthlutað ber því að leita aðstoðar F.S.Í. með góðum fyrirvara.
h) Fáist ekki annað félag til að halda mótið getur stjórn F.S.Í. fellt mótið niður.

 

14. gr.
 Um val Fimleikakarl og konu ársins gilda eftirfarandi reglur:

Stjórn FSÍ velur fimleikamann og fimleikakonu ársins að loknu keppnistímabili að fenginni tillögu frá tækninefndum. Tilnefning tækninefnda er ekki bindandi.

Við val á fimleikamanni og fimleikakonu ársins ber stjórn FSÍ að leggja eftirfarandi sjónarmið til grundvallar:

a)       a)   Megin áhersla verði lögð á besta árangur á liðnu keppnistímabili.
b) Tekið skal tillit til hvort hegðun og framkoma fimleikamanna sé annarri íþróttaæsku til fyrirmyndar.


15.   gr. Heiðursviðurkenningar

FSI veitir við sérstök tækifæri einstaklingum eða félögum heiðursviðurkenningar fyrir mikil og góð störf fyrir sambandið og/eða fimleikahreyfinguna í landinu.

a)       Gullmerki FSÍ:

o    Skal veita þeim einstaklingum sem unnið hafa í langan tíma fyrir sambandið og/eða aðildarfélögin.

b)      Starfsmerki/silfurmerki FSÍ:

o    Skal veita þeim einstaklingum sem unnið hafa af trúnaði mikil og góð störf fyrir sambandið og/eða aðildarfélögin.

c)       Afreksmerki FSÍ:

o    Skal veita þeim einstaklingum sem skarað hafa fram úr í keppnum og náð eftirtektarverðum árangri.

d)      Afreksbikar FSÍ:

o    Skal veittur þeim sem skarað hafa fram úr á árinu. Hægt er að veita bikarinn fyrir árangur í starfi, keppni eða á annan hátt sem stjórn ákveður.

e)      Aðrar heiðursviðurkenningar:

o    Skal veita samkvæmt ákvörðun stjórnar hverju sinni.

 

16.  gr.
Styrktarfélagar:

a) Styrktarfélagar eru aðilar að F.S.Í. og stuðla að uppbyggingu, útbreiðslu og  félagsstarfi í fimleikum.
b) Styrktarfélagsskírteini veitir frían aðgang á Íslandsmót í áhaldafimleikum og  Hópfimleikum.

 

Endurskoðað 19. janúar 2010.