Fréttir

 • Úrslit á Haustmóti í hópfimleikum
  Hér má sjá úrslit frá Haustmótinu í hópfimleikum sem fram fór á Akranesi helgina 20. - 22. nóvember 2015
 • Haustmót í hópfimleikum
  Haustmót í hópfimleikum Nú um helgina fer fram haustmót FSÍ í hópfimleikum á Akranesi. Mótið er mjög fjölmennt og eru tæplega 800 þátttakendur skráðir til leiks, en keppt er í 1. - 4. flokki. Keppnin hefst í dag, föstudag og stendur yfir til sunnudags. Her að neðan má finna skipulag mótsins. 
 • Háspenna í karlakeppninni á NM
  Háspenna í karlakeppninni á NM Fyrirfram var búist að harðri keppni milli Bromma og Gjellerup. Það reyndist raunin og fyrir lokaumferðina munaði rétt 0,3 á liðunum og ljóst að lítil mistök þurfti til að missa af titlinum. Bromma, sem var að elta, gerði frábærar æfingar á trampólíni í lokaumferðinni og pressan því komin á Gjellerup…
Fleiri Fréttir ...

Tilkynningar

 • Landsliðsæfing unglinga í hópfimleikum
  Landsliðsæfing unglinga verður haldin í Stjörnunni á morgun 28. nóvember. Í viðhengi hér er listi yfir þátttakendur og dagskrá.
 • Fimleikadeild Fylkis óskar eftir þjálfara
  Fimleikadeild Fylkis óskar eftir þjálfara Fimleikadeild Fylkis óskar eftir hópfimleikaþjálfara sem getur verið tvisvar í viku seinnipart til að kenna stökk á fíbergólfi. Einnig óskum við eftir þjálfara á grunnhópa stúlkna. Fimleikadeild Fylkis fer ört stækkandi og því þurfum við að bæta þjálfurum í hópinn en við erum ein stór heild og vinnum öll vel…
 • Málþing FSÍ - mikilvægi þjálfunar eftir miðjan aldur - FRESTAÐ
  Vegna lítillar skráningar hefur verið tekin ákvörðun um að fresta málþingi FSÍ um þjálfun 50 ára og eldri. Stefnt er að því að halda málþingið þann 23. Janúar 2016.
 • Málþing FSÍ - mikilvægi þjálfunar eftir miðjan aldur
  Laugardaginn 31. október heldur Fimleikasamband Íslands málþing um mikilvægi hreyfingar og þjálfunar fólks á aldrinum 50, 60 og 70 ára og eldri. Málþingið fer fram í húsnæði ÍSÍ við Engjaveg 6 í Laugardal frá kl. 13:00-15:15 og er ætlað þjálfurum og leiðbeinendum sem koma að heilsurækt og þjálfun þessara aldurshópa…
 • Þjálfari óskast í Noregi
  Are you interested in living and working in the South of Norway? We are looking for a Men and women Artistic Gymnastics Coach in Kristiansand/South of Norway Artistic Gymnastics Coach men and women Full Time Vacancy at Kristiansand Gymnastic Club in Kristiansand/Norway as soon as possible or from 1st of…