Select Page

Fréttir

Tilkynna ofbeldi
Tilkynna ofbeldi
Tilkynna ofbeldi
Tilkynna ofbeldi
Tilkynna ofbeldi

Iðkendur

Þjálfarar með FSÍ leyfi

Fimleikafélög

Fimleikagreinar

Icelandair logo
craft_logo
GK_logo

Fimleikafólk ársins 2022

Valgarð Reinhardsson

Fimleikakarl ársins

Valgarð er okkar fremsti fjölþrautarkeppandi, og er hann nú sexfaldur Íslandsmeistari í fjölþraut. Hann varð Íslandsmeistari í fjölþraut á árinu og gerði sér lítið fyrir og vann til verðlauna á öllum áhöldum. Valgarð er því ríkjandi Íslandsmeistari á gólfi, stökki og svifrá, vann til silfurverðlauna á hringjum og á tvíslá og brons á boga. Lið Valgarðs, Gerpla, varð einnig bikarmeistari á árinu. Á Norðurlandamótinu sem fram fór á Íslandi í sumar, náði Valgarð bestum árangri íslensku karlanna og varð í 10. sæti og þar vann hann silfur á stökki og gólfi en að auki lenti hann í 5. sæti á hringjum.  Valgarð vann sér þar með inn þátttökurétt á Heimsmeistaramótinu með frábærri frammistöðu á Evrópumótinu. Valgarð átti stóran þátt í þeim sögulega sigri að vinna til bronsverðlauna með íslenska karlalandsliðinu á Norður Evrópumóti sem fór fram í Finnlandi í lok nóvembermánuði. Valgarð endaði í 6.sæti í fjölþraut og náði hann aftur í tvenn silfurverðlaun, nú á stökki og svifrá. Valgarð keppti einnig til úrslita á tvíslá og gólfi, þar hafnaði hann í 8.sæti og 6.sæti.

Valgarð er fyrirmynd fyrir unga fimleikadrengi í landinu, hann sýnir dugnað og hefur mikinn metnað fyrir því sem hann tekur sér fyrir hendur.

Thelma Aðalsteinsdóttir

Fimleikakona ársins

Thelma varð Íslandsmeistari í fjölþraut í fyrsta sinn á sýnum ferli á árinu, þar sem hún sýndi glæsileika og mikla yfirburði en hún varð einnig bikarmeistari með liði sínu Gerplu. Thelma leiddi liðið sitt áfram til sigurs og tókst það með yfirburðum. Thelma var valin í landslið Íslands til að keppa á Norðurlandamóti sem haldið var í Kópavogi í sumar. Thelma gerði sér lítið fyrir og varð Norðurlandameistari á slá og íslenska liðið lenti í 3. sæti í liðakeppninni sem er frábær árangur. Thelma var stigahæst Íslendinganna í fjölþraut þar sem hún lenti í 6. sæti með samtals 48,065 stig sem er hennar besti árangur til þessa. Thelma var valin í landslið fyrir Evrópumótið sem fór fram í Munich, Þýskalandi í lok ágúst. Mótið var úrtökumót fyrir Heimsmeistaramótið sem fór fram í Liverpool, Englandi í lok október, í ár var það í fyrsta skiptið sem þátttökuréttur á mótið fór fram í gegnum Evrópumótið. Thelma átti frábært Evrópumót sem tryggði henni þátttökurétt á Heimsmeistaramótið, Thelma varð áttunda í röðinni til þess að tryggja sér þátttökurétt einstaklinga. Thelma kláraði svo keppnistímabilið með frábærum árangri á Heimsmeistaramótinu.  Vakti það heimsathygli hve mikill glæsileiki og gleði geislaði af Thelmu á stórmótunum.  Thelma æfir að meðaltali 25 klst. á viku en nemur samhliða því Lyfjafræði við  Háskóla Íslands.

Thelma er mikil fyrirmynd fyrir ungar fimleikastúlkur innan sem utan vallar.

Karlalandsliðið í áhaldafimleikum

Lið ársins – Karlalandsliðið í áhaldafimleikum á Norður Evrópumóti

Íslenska karlalandsliðið í áhaldafimleikum átti frábæran dag á Norður Evrópumóti og gerði sér lítið fyrir vann til brons verðlauna. Liðið skrifaði þar með nafn sitt með í sögubækurnar, þar sem að karlalandslið í áhaldafimleikum hefur aldrei áður unnið til liðaverðlauna á Norður-Evrópumóti.

Liðið skipa þeir; Atli Snær Valgeirsson, Ágúst Ingi Davíðsson, Dagur Kári Ólafsson, Jónas Ingi Þórisson, Martin Bjarni Guðmundsson og Valgarð Reinhardsson, varamaður var Valdimar Matthíasson, allir æfa þeir í Gerplu. Þjálfarar liðsins eru Róbert Kristmannsson og Viktor Kristmannsson.

Mikil samheldni og vinátta einkennir liðið og þrátt fyrir mistök á tvíslá, sýndu þeir mikla þrautsegju og kláruðu seinustu tvö áhöldin með miklum glæsibrag. Ákveðni, fagmennska og metnaður lýsir liðinu vel og þessir eiginleikar eiga sinn þátt í að þeir uppskáru eins og þeir sáðu og sóttu sér draumaniðurstöðu, brons í liðakeppni.

Fimleikasamband Íslands er ákaflega stolt af liði ársins og óskar öllum þeim sem að liðinu koma innilega til hamingju með árangurinn á árinu.