Mánudagur, 29 Maí 2017 15:33

EYOF - landslið FSÍ

Landslið fyrir Ólympíuhátið Evrópuæskunnar í áhaldafimleikum, sem fram fer í Györ í Ungverjalandi 22. - 30. júlí, hefur verið valið.

Landslið kk:

Breki Snorrason - Björk
Leó Björnsson - Gerplu
Martin Bjarni Guðmundsson - Gerplu

Landslið kvk:

Margrét Lea Kristinsdóttir - Björk
Sonja Margrét Ólafsdóttir - Gerplu
Tinna Sif Teitsdóttir - Gerplu

Hátíðin er á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, keppt verður í 10 greinum en Ísland hefur tekið þátt í fimleikakeppninni frá 1993. Verkefnið er mikið ævintýri og alltaf mikil upplifun að taka þátt í Ólympíuverkefni þar sem keppendur gista í Ólympíuþorpi og taka þátt í umgjörð eins og þekkist á stærri leikum. 

Við óskum ykkur innlega til hamingju með valið og óskum ykkur góðs gengis í undirbúningnum.

Þeir sem vilja kynna sér hátíðina betur, þá má finna heimasíðuna hér