Þriðjudagur, 10 Mars 2020 11:26

Mótahald óbreytt hjá Fimleikasambandinu

Í gær hélt ÍSÍ fund um Covid-19 veiruna, hægt er að skoða fréttina hér. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur ítrekað að ekki hefur verið lýst yfir samkomubanni af yfirvöldum hér á landi. Engu að síður er einkar mikilvægt að fólk sem hefur verið á skilgreindum hættusvæðum virði ráðleggingar um sóttkví, en í…
Nú hefur Fimleikasambandið mannað síðustu landsliðsþjálfarastöðuna fyrir Evrópumótið 2020 í hópfimleikum. Mads Pind Lochmann Jensen fyllti síðustu stöðu í blönduðu liði unglinga og bjóðum við hann velkominn í teymið. Þjálfara hvers liðs í stafrófsröð má sjá hér fyrir neðan. Yfirmaður verkefnisins er framkvæmdastjóri FSÍ, Sólveig Jónsdóttir en daglegur rekstur og…
Mánudagur, 09 Mars 2020 14:06

Bikarmót í hópfimleikum - Úrslit

Nú um helgina fór fram Bikarmót í hópfimleikum en mótið fór fram í Ásgarði, húsakynnum Stjörnunnar. Á mótið mætti allt okkar besta hópfimleikafólk og sýnd voru frábær tilþrif. Mótið var sýnt í beinni útsending á RÚV og var mótið allt hið glæsilegasta. Meistaraflokkur kvenna Stjörnustúlkur vörðu titil sinn fimmta árið…
Bikarmót í hópfimleikum 7. og 8. mars – skv. áætlun Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur ítrekað að ekki hefur verið lýst yfir samkomubanni af yfirvöldum hér á landi. Engu að síður er einkar mikilvægt að fólk sem hefur verið á skilgreindum hættusvæðum virði ráðleggingar um sóttkví, en í þeim felst að forðast…
Þriðjudagur, 03 Mars 2020 13:24

Bikarmót í áhaldafimleikum 2020 - Úrslit

Bikarmót í áhaldafimleikum fór fram í Ármanni um helgina. Um æsispennandi keppni var að ræða og var stemmningin í húsinu rafmögnuð þegar keppni í frjálsum æfingum fór fram. Frjálsar æfingar karla Gerpla sendi tvö karlalið til keppni og Fjölnir eitt. Gerpla 1 karlaliðið hafði sigur úr býtum í þetta sinn…
Miðvikudagur, 26 Febrúar 2020 16:17

Landsliðsþjálfarar í hópfimleikum fyrir EM 2020

Nú hefur Fimleikasambandið mannað flestar landsliðsþjálfarastöður fyrir Evrópumótið 2020 í hópfimleikum. Þjálfara hvers liðs í stafrófsröð má sjá hér fyrir neðan. Yfirmaður verkefnisins er framkvæmdastjóri FSÍ, Sólveig Jónsdóttir en daglegur rekstur og umsjón þess er á höndum afreksstjórans, Írisar Mistar Magnúsdóttur. Yfirþjálfarar verkefnisins, með faglega stjórn og uppbyggingu, eru þau…
Langar þig að koma á fimleikaæfingu? Komdu á æfingu með landsliðsþjálfurum drengja í hópfimleikum. Allir strákar sem hafa áhuga á að verða sterkir, hoppa á trampólíni og að læra ný trix eru velkomnir að koma og æfa með okkur að kostnaðarlausu. Ef þú æfir fimleika nú þegar er þér líka…
Fimmtudagur, 23 Janúar 2020 14:06

Opin æfing 13. mars fyrir EM í hópfimleikum

Opin æfing fyrir úrvalshópa í hópfimleikum verður haldin föstudaginn 13. mars 2020, kl. 19:00-22:00 í Stjörnunni í Garðabæ. Æfingin er ætluð þeim sem eru fæddir árið 2007 og fyrr, bæði fyrir stelpur og stráka, unglinga og fullorðna. Æfingin er einungis ætluð fyrir þá sem eru ekki í úrvalshópum nú þegar.…
Fimleikasambandið hóf nýtt verkefni um síðustu helgi, þar sem boðið var upp á opna æfingu fyrir stráka á aldrinum 2005-2011. Verkefnið er hluti af hæfileikamótun sambandsins og sjá landsliðsþjálfararnir Magnús Óli Sigurðsson, Patrik Hellberg og Guðmundur Kári Þorgrímsson um framkvæmd þess. Markmið verkefnisins er að auka þátttöku drengja í íþróttinni…
Mánudagur, 20 Janúar 2020 13:40

Félagskipti vorið 2020

Frestur til að sækja um félagaskipti rann út 15. janúar síðastliðinn. Alls sóttu 16 keppendur frá 11 félögum um félagaskipti og fengu allir þeir sem sóttu um beiðni sína samþykkta. Eftirfarandi keppendur hafa fengið keppnisleyfi á komandi keppnistímabili; Nafn Skipt úr Skipt í Nanna Hlynsdóttir Fylki Gerplu Sigurður Ari Snæbjörnsson…
Síða 2 af 71